Rithornið: ljóð eftir Hörpu Rut

27. ágúst 2025

Lestrarklefinn var á dögunum í samstarfi við Átak, félag fólks með þroskahömlun og Listvinnzluna en út frá þessu góða samstarfi spratt upp ljóðasmiðja, ljóðaupplestur á Menningarnótt og afraksturinn, ljóðin eftir hin fjölbreyttu skáld, fá nú að vera birt hér á vef Lestrarklefans.

Mörg skáldanna hafa verið að skrifa lengi og önnur voru að spreyta sig á ljóðlistinni í fyrsta skiptið.

Hvað er gervi og hvað er 
alvöru?
það sem þú telur alvöru
tel ég kannski gervi
og öfugt
Hvað ef ekkert er alvöru? 
Hvað ef við búum öll
í ímynduðum 
heimi?
Þá segir þú
æj, hættu að pæla í
svona skrýtnum
spurningum. 

Gríman

Þú fæðist í samfélags, sem segir
endalaust að vera „maður sjálfur“
en þegar einhver gerir eitthvað sem
er hugsað sem skrýtið er
sagt „Nei, hættu! við gerum
þetta ekki svona“
Þér er sagt að fela hver þú
í raun ert setja upp grímu
„Vertu þú en ekki vera þú“
feldu gleðina, sorgina, reiðina
feldu allt bakvið grímuna

Nei ég mun ekki fela mig
meir, ég vil vera ég!
fögnum fjölbreytileikanum og
fellum grímuna. 

Harpa Rut

 

Lestu þetta næst

Off the Grið

Off the Grið

Aftenging er fyrsta bók lögfræðingsins Árna Helgasonar og kom út hjá Bjarti á dögunum. ...

Sú besta hingað til

Sú besta hingað til

Bókaútgáfan Bókabeitan hefur verið hvað duglegust að veita fantasíuunnendum lesefni. Síðustu ár...