Það er engin betri jólagjöf en bók, þið eruð aldrei að fara að sannfæra okkur um annað! Jólahátíðin auðvitað er best með bók í hönd. Það getur þó reynst snúið að finna fullkomnu bókina fyrir hvern og einn. En örvæntið eigi! Lestrarklefinn hefur sett saman jólagjafalista fyrir allar tegundir lestrarhesta (þó listinn sé engan veginn tæmandi). Við minnum eins og áður á mikilvægi þess að versla sem flestar bækur í jólapakkana í bókabúðum og vonum að þið fáið öll fullt af bókum í jólagjöf!
Fyrir yngstu börnin
Fyrir barnið sem elskar að læra ný orð:
Amelía og Óliver eftir Kristínu Björgu Sigurvinsdóttir og Sigrúnu Öldu Sigfúsdóttur, myndlýst af Herborgu Árnadóttur
Fyrir allra yngstu börnin sem eru að hefja lestrarupplifun sína:
Einn góðan veðurdag eftir Ævar Þór Benediktsson og Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur (Sjaldgjæft er að slíkar harðspjalda bækur fyrir yngstu lesendurnar séu gefnar út eftir íslenska höfunda, svo við fögnum því!)
Fyrir börn sem vilja spennu og hættu:
Blaka eftir Rán Flygenring
Fyrir börn á aldrinum 3-7 ára
Fyrir þau sem elska hunda og önnur sæt dýr:
Hera og Gullbrá eftir Marín Magnúsdóttur, myndskreytt af Sunnevu Guðrúnu Þórðardóttur
Fyrir þau sem elska risastór ævintýri:
Undrarútan eftir Jakob Martin Strid
Fyrir þau sem vilja krúttlega en óhugnanlega bók:
Draugar banka ekki á dyr eftir Rocio Bonilla og Eulialia Canal
Fyrir börn á aldrinum 8-12 ára
Skólinn í Skrímslabæ eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur
Fyrir jólabörnin sem þurfa bók í jólagjöf:
Jólabókaormurinn eftir Yrsu Þöll og Gunnar Theodór
Fyrir börn sem elska furðusögur:
Voðagerði eftir Hilmar Örn Óskarsson og Blævi Guðmundsdóttur
Fyrir börn sem vilja ævintýralega sögu úr hversdeginum:
Paradísareyjan eftir Emblu Bachmann
Fyrir börn sem þrá að stýra skólanum sínum (og elska grísi):
Skólastjórinn eftir Ævar Þór Benediktsson
Fyrir börn sem eru símasjúk:
Birtingur og símabannið mikla eftir Gunnar Helgason
Fyrir ungmenni
Fyrir hlaðvarps- og hrollvekju elskendur:
Álfareiðin eftir Gunnar Theodór Eggertsson
Fyrir heimsendapreppara:
Sólgos eftir Arndísi Þórarinsdóttur
Fyrir epíska fantasíu-unnendur:
Dreim – Dýr móðurinnar eftir Fanneyju Hrund Hilmarsdóttur.
Fyrir glæpaþyrsta
Fyrir þau sem elska margar vendingar:
Dauðinn og stúlkan eftir Guillaume Musso
Fyrir þau sem elska spennu fram að síðustu síðu:
Þegar hún hló eftir Katrínu Júlíusdóttur
Fyrir þau sem elska góða rannsóknablaðamennsku:
Franski spítalinn eftir Ragnar Jónasson og Katrínu Jakobsdóttur
Fyrir aðdáendur fagurbókmennta
Fyrir þau sem kunna að meta bókmenntahneyksli:
Allt sem við hefðum getað orðið eftir Sif Sigmarsdóttur
Fyrir þau sem vilja ljóðrænan og næman texta:
Þú sem ert á jörðu eftir Nínu Ólafsdóttur:
Fyrir aðdáendur prentlistar og heimsfaraldra:
Lausaletur eftir Þórdísi Helgadóttur
Fyrir ljóðaunnendur
Fyrir þau sem þrá ferskan ljóðablæ:
Fyrir vísindin eftir Önnu Rós Árnadóttur
Fyrir þau sem kunna að meta fagrar náttúrulýsingar:
Hvalbak eftir Maó Alheimsdóttur.
Fyrir þau sem vilja tárast við lesturinn:
Postulín eftir Sunnu Dís Másdóttur
Fyrir unnendur ævisagna
Fyrir þau sem elska fallega skrifaðar skáldævisögur með góðum skammti af svaðilförum og yfirnáttúru:
Ósmann eftir Joachim B. Schmidt.
Fyrir forvitna persónunjósnara:
Fröken Dúlla eftir Kristínu Svövu Tómasdóttur
Fyrir lesendur sem elska hið óvænta:
Áður en ég brjálast eftir Soffíu Bjarnadóttur
Fyrir rómantíska lesendur
Fyrir þau sem elska ástarsögu sem gerast á landsbyggðinni:
Stjörnurnar yfir Eyjafirði eftir Ásu Marin
Fyrir aðdáendur jólakósýrómansbóka:
Ást í óskilum eftir Beth O’Leary
Fyrir þau sem elska vini sem byrja saman::
Bara vinir eftir Abby Jimenez












