Ljósaseríuklúbburinn frá Bókabeitunni – barnabækur í áskrift

20. apríl 2019

Bókaforlagið Bókabeitan hefur komið á fót áskriftarklúbbi fyrir börn. Bækurnar sem Bókabeitan verður með í áskrift eru Ljósaseríu-bækurnar og býðst áskrifendum að fá sendar heim fjórar glænýjar bækur á ári.

Í Ljósaseríunni eru bækur sem henta börnum sem eru að byrja að lesa, en komin með nokkuð góð tök á lestrinum. Letur í bókunum er stórt og greinaskil eru áberandi. Bækur úr Ljósaseríunni hafa notið nokkurra vinsælda. Þar má meðal annars nefna bækurnar um afa sterka, ömmu óþekku og Pétur og Höllu við hliðina. Bækur í Ljósaseríunni eru skrifaðar eftir íslenska höfunda og vel myndskreyttar. Efnistök bókanna eru til þess fallin að vekja áhuga hjá krökkum. Áður hefur Lestrarklefinn fjallað um Tinnu Trítlimús sem féll vel í kramið hjá álitsgjafa Lestrarklefans, þá sex ára gömlum.

Við í Lestrarklefanum efumst ekki um að það sé lestrarhvetjandi að fá pakka með póstinum. Bækur í áskirft er góð gjöf til lestrarhestsins á heimilinu, eða til þess sem þú óskar að verði lestrarhestur. Fyrsta bókin í áskirft verður Hundurinn með hattinn  eftir Guðna Líndal Benediktsson.

Nánari upplýsingar um Ljósaseríuklúbbinn eru hér. Og ef þú vilt skrá barn í Ljósaseríuklúbbinn þá skaltu velja þennan hlekk.

 

Lestu þetta næst

Off the Grið

Off the Grið

Aftenging er fyrsta bók lögfræðingsins Árna Helgasonar og kom út hjá Bjarti á dögunum. ...

Sú besta hingað til

Sú besta hingað til

Bókaútgáfan Bókabeitan hefur verið hvað duglegust að veita fantasíuunnendum lesefni. Síðustu ár...

Glóandi hættulestur

Glóandi hættulestur

Blaka er nýjasta bók Ránar Flygenring rithöfundar og myndhöfundar. Í fyrra tefldi hún fram líklega...