Í maí höfum við hjá Lestrarklefnum lagst í djúpa þanka um ástina. Ástin er alls staðar! Og því ætti enginn að gleyma. við höfum bætt nokkrum umfjöllunum við í flokkinn okkar „ást að vori„, svo þið getið líka fundið ástina.
Í bókmenntaheiminum finnst ástin þó kannski helst í bókum miðuðum að konum. Þess vegna er rætt við Eyrúnu Lóu Eiríksdóttur, einn helsta sérfræðing skvísubókmennta á Íslandi, í þessum þætti. Hver er munurinn á ástarsögum og skvísubókmenntum? Hvað geta skvísubókmenntir gefið þér? Hvaðan koma þær? Einnig flytur Fanney Hólmfríður Kristjánsdóttir hjartnæman pistil um ástina.