Þegar að maður er upptekinn við að leita að ástinni þá er ágætt að heyra sögur annarra kvenna af leit sinni að ástinni. Ástarsgöru íslenskra kvenna er einstök bók. Sögurnar eru auðvitað eins misjafnar og þær eru margar. En allar eru þær einlægar og fallegar. Sú stysta er aðeins ein setning og það voru ófá tár sem féllu við að lesa hana. Ég mæli eindregið með að hafa vasaklút við hendina þegar þessi bók er lesin. Þetta voru alls ekki allt sogartár sem féllu því sumar sögurnar í þessari bók eru sprenghlægilegar.
Það sem situr hins vegar í mér eftir að hafa lesið þessa bók er: Ætli konurnar séu hamingjusamar í dag? Ég er mjög rómantísk í mér og ég vona svo sannarlega að þær séu það allar.