Sagan um Sögu og þakklætið

Líf mitt snýst að miklu leyti um leitina að hinni fullkomnu barnabók. Ég vinn sem sagt á leikskóla og börnin eru þau allra mikilvægasta í mínu lífi ásamt dóttur minni og fjölskyldu. Þess vegna verð ég svo óskaplega glöð þegar ég les yndis ljúfar barnabækur fyrir þau, ein þeirra er Saga um þakklæti eftir Evu Einarsdóttur og Lóu Hjálmtýsdóttur.

Þetta er bók sem á fullt erindi til barna sem og fullorðinna. Hún segir frá stelpunni Sögu sem leitar að þakklætinu í hversdags huggulegheitum með aðstoð móður sinnar.  Söguþráðurinn er ekki flókinn en afskaplega fallega skrifaður og boðskapurinn ekki síðri. Aftast í bókinni er síðan þakklætisleikurinn þar sem börnum er kennt að leita að sínu þakklæti með því að horfa inn á við.

Ég las bókina einn eftirmiðdag fyrir börnin mín og þau voru dáleidd af sögunni sem og hugtakinu um þakklæti. Þakklæti er eitt það fallegasta sem við sem manneskjur getum sýnt og fundið fyrir. Það er hægt að vera þakklátur fyrir svo margt og það kom svo sannarlega í ljós þegar rætt var við börnin um það hvað þau væru þakklát fyrir. Sumir voru þakklátir fyrir snjóinn á meðan aðrir voru þakklátir fyrir vinina og enn aðrir, (undirrituð), fyrir það, meðal annars, að eiga nóg af mat í ísskápnum og loksins íbúð með hurðum.

Þetta er einfaldlega frábær og einföld barnabók með skemmtilegum myndum eftir myndhöfundinn magnaða Lóu í Lóaboratoríum.

Mæli með!

 

Lestu þetta næst

Að syrgja er að elska

Að syrgja er að elska

Daníel Daníelsson er menntaður í sagnfræði og ritlist og hefur nú gefið út sitt annað skáldverk,...

Eins konar dans

Eins konar dans

Moldin heit er önnur skáldsaga Birgittu Bjargar Guðmarsdóttur en fyrir hana hlaut hún...