Rithornið: Sjálfsmynd

3. september 2020

Sjálfsmynd

 

ég lýt höfði þunglega

eins og hár mín tilheyrðu

tröllkonu í dögun

 

og vorstormur

þessi arfur

vetrarmyrksins

hvílir yfir mér

 

á úlnliðnum

klofnar ísúr í tvennt

glerhaf tímans

með óblasnar leifar

af uppeldissvörfum

 

nýkomnar býflugur

yrkja garðsláttarvísu

í handfylli mínu

 

hunangstár

á vanga

renna ofan í

ballettskómold

 

á grasflötum

rjúkandi fingraför

horfinna skugga

 

eini perlufesti

sem ég get ekki

afklætt

 

[hr gap=“30″]

 

Jakub Stachowiak er pólskur nemandi á öðru ári í íslensku sem annað mál.
Hann hefur nýlega byrjað að yrkja ljóð, þá á íslensku. Hann hefur búið á Íslandi í rúmlega þrjú ár og vinnur sem bréfberi meðfram námi.

Lestu þetta næst

Off the Grið

Off the Grið

Aftenging er fyrsta bók lögfræðingsins Árna Helgasonar og kom út hjá Bjarti á dögunum. ...

Sú besta hingað til

Sú besta hingað til

Bókaútgáfan Bókabeitan hefur verið hvað duglegust að veita fantasíuunnendum lesefni. Síðustu ár...

Glóandi hættulestur

Glóandi hættulestur

Blaka er nýjasta bók Ránar Flygenring rithöfundar og myndhöfundar. Í fyrra tefldi hún fram líklega...