Til afslöppunar

3. maí 2021

Þegar líða tekur á maí verður erfiðara og erfiðara að lesa. Skólabækurnar taka mikinn tíma og sólin kallar fyrir utan gluggann, lofandi öllu fögru. Hafðu samt í huga að það er ennþá skítakuldi fyrir utan gluggann.

Þegar svona stendur á er ekki hægt að sökkva sér í djúpar skáldsögur sem krefjast of mikils af heilabúinu. Í huganum ertu upptekin/nn við að skipuleggja garðvinnu, læra fyrir prófið í næstu viku, koma af þér þessari ritgerð eða lesa í síðasta sinn yfir glósurnar. Hugurinn er upptekinn og því ætti að velja lesefni sem slakar á huganum.

Sjálfri finnst mér ekkert betra en að lesa svæsna vísindaskáldsögu, með vafasamri persónusköpun, eða fallega ástarsögu sem fylgir í þaula fyrirframgefinni formúlu. Það er afslappandi og hrein afþreying að lesa þannig bækur.

Maí mánuður verður því tileinkaður bókum sem okkur í Lestrarklefanum þykir vera hrein afþreying, það er svo annað mál hvort lesendur okkar eru því sammála og þið megið gjarnan láta í ykkur heyra á samfélagsmiðlum. Okkur þykir gaman að heyra frá ykkur.

#Hreinafþreying #Lestrarklefinn

Lestu þetta næst

Off the Grið

Off the Grið

Aftenging er fyrsta bók lögfræðingsins Árna Helgasonar og kom út hjá Bjarti á dögunum. ...

Sú besta hingað til

Sú besta hingað til

Bókaútgáfan Bókabeitan hefur verið hvað duglegust að veita fantasíuunnendum lesefni. Síðustu ár...

Glóandi hættulestur

Glóandi hættulestur

Blaka er nýjasta bók Ránar Flygenring rithöfundar og myndhöfundar. Í fyrra tefldi hún fram líklega...