Myrknætti
Ragnar Jónasson
Veröld
Reykjavík, 2012

Fyrsta bók þessa árs sem ég las var bókin Myrknætti eftir Ragnar Jónasson. Bókin er önnur bókin af þremur í svokallaðri Siglufjarðarseríu en þar fá lesendur að fylgjast með Ara Þór Arasyni, nýútskrifuðum lögreglumanni sem býðst vinna hjá lögreglunni á Siglufirði.
Á meðan að allt virðist vera á hraðri leið niður hjá Ara í hans persónulega lífi gengur allt upp hjá honum í vinnunni. Hann er fenginn til þess að rannsaka líkfund í Skagafirði en allt bendir til þess að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað. Ung fréttakona úr Reykjavík sýnir málinu mikinn áhuga og þarf að fara óhefðbundnar leiðir til þess að komast að einhverju bitastæðu um málið. Áhugi hennar á málinu er hins vegar einum of mikill enda ekki að ástæðulausu.
Ung nepölsk kona kemur hingað til lands eftir að hafa fengið boð um vinnu á hóteli hér á landi. Hún fær hins vegar aldrei að sjá hótelið. Saman fléttast þessar sögur í æsispennandi tryllingi þar sem að draugar fortíðarinnar sækja á ýmsar söguhetjur sem og Ara sjálfann.

Þó svo að bók þessi hafi komið út fyrir nokkrum árum á viðfangsefni hennar vel við í dag, sérstaklega í ljósi #metoo byltingarinnar. Ragnari ferst það vel úr hendi að flétta saman sögur og búa til úr því góða heild. Þetta er þó ekki besta bókin sem ég hef lesið eftir Ragnar en engu að síður mjög góð lesning.

Lestu þetta næst

Eins konar dans

Eins konar dans

Moldin heit er önnur skáldsaga Birgittu Bjargar Guðmarsdóttur en fyrir hana hlaut hún...