Anna Margrét Björnsdóttir

Anna Margrét er menntuð á sviði ensku, með bókmenntaáherslu. Hún lauk námi í hagnýtri ritstjórn og útgáfu og starfar í hjáverkum sem sjálfstætt starfandi þýðandi. Þýðingar hennar á tveimur skáldsögum komu út árin 2012 og 2013.

Sem barn var hún afskaplega mikið fyrir bækur, raunar svo mikið að hátíðlegasti dagur ársins var þegar Bókatíðindi komu í hús fyrir jólin. Þau voru lesin spjaldanna á milli og merkt við allar álitlegustu bækurnar, sem komu síðan annað hvort upp úr pökkunum á aðfangadagskvöld eða voru fengnar að láni á bókasafninu um leið og janúar gekk í garð.

Sem fullorðinn bókaormur hefur hún sætt sig við þá lykilstaðreynd lífsins að öll húsgögn eru fyrst og fremst geymslustaðir fyrir bunka af bókum sem stendur til að lesa.

Hits: 247