Villueyjar er önnur bók Ragnhildar Hólmgeirsdóttur. Fyrri bókin, Koparborgin, kom út árið 2015 og...
Katrín Lilja
Katrín er sagnfræðingur og blaðakona sem hefur frá unga aldri setið með nefið ofan í bók. Það var henni eðlislægt. Hún trúði því að jafnaldrar hennar hefðu sömu hneigingu til bóka og það var ekki fyrr en á sextánda aldursári sem hún gerði sér grein fyrir að ef til vill var lesturinn ekki eins eðlislægur öðrum í kringum hana.
Þá vöknuðu spurningar um það hvort það þætti eðlilegt að ganga með bækur á sér hvert sem var farið. Hvort það væri eðlilegt að vera með bók innanklæða eða í veskinu öllum stundum? Þegar þessar vangaveltur spruttu upp gekk hún með Góða dátann Svejk innanklæða á skólasetningarathöfn Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi. Góði dátinn var innbundin bók og fremur óhentug innanklæða.
Yndislestri hrakaði ört næstu árin, samfara meiri lestri á skólabókum. En nú er skólagöngu loksins lokið og yndislesturinn óðum að hefjast aftur eftir langan dvala. Katrín les mikið af barna- og ungmennabókum enda er lesið fyrir börnin á hverju kvöldi. Einnig slæðist ein og ein skáldsaga inn á milli.
Katrín er búsett á Akranesi ásamt þremur sonum, tveimur köttum og einum eiginmanni. Hún vinnur sem lausablaðamaður og sinnir eigin verkefnum í frítíma sínum ásamt því að lesa og skrifa um bækur.
Fleiri færslur: Katrín Lilja
Gamalt ævintýri fær nýjan búning
Blær Guðmundsdóttir sendir frá sér sína fyrstu bók í ár, ævintýrið og Sipp og Skrat og systkini...
Doðranturinn sem börnin keppast um að lesa
Ævar Þór Benediktsson sendir frá sér sína sjöttu bók í Þín eigin-bókaseríunni fyrir jólin. Þinn...
Þjóðernispopúlistinn Friðbergur forseti
„Mér finnst afskaplega jákvæð sú þróun sem hefur orðið varðandi stöðu barna sem samfélagsþegna í...
Gott að muna eftir þakklætinu
Saga um þakklæti er önnur bókin sem Eva Einarsdóttir og Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir gera saman. Fyrri...
Rotturnar í Hafnarlandi
Draumaþjófurinn eftir Gunnar Helgason er töluvert frábrugðin þeim bókum sem hann hefur sent frá...





