Kristín Björg Sigurvinsdóttir

Kristín Björg útskrifaðist sem lögfræðingur frá Háskóla Íslands árið 2018. Hún býr í Reykjavík ásamt eiginmanni sínum og syni. Fyrir tíu ára aldurinn heillaði lestur hana lítið en eins og margir lestrarhestar vita þá þurfti bara réttu bókina til að kveikja áhugann. Það voru einmitt ævintýri og fantasíur sem kveiktu hjá henni lestraráhugann og nú skrifar hún furðusögur fyrir unga sem aldna. Dóttir hafsins var fyrsta skáldsaga hennar og var hún tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki barna- og ungmenna bókmennta árið 2020 en Bronsharpan er framhald hennar.

Fleiri færslur: Kristín Björg Sigurvinsdóttir

No Results Found

The page you requested could not be found. Try refining your search, or use the navigation above to locate the post.