Erna Agnes Sigurgeirsdóttir

Erna hugsar hratt og ferðast hratt. Einu sinni sá hún mjög illa en núna sér hún mjög vel. Hún þolir illa lyktina af ánamöðkum en elskar lyktina af antíkhúsgögnum og dóttur sinni. Hún er með afar þroskaða bragðlauka þótt hún segi sjálf frá og fúlsar bara við illa elduðum mat sem hún veit að á betra skilið; meiri hvítlauk og dass af límónusafa.

Annars elskar hún góðgæti og huggulegheit og finnst voðalega ljúft að detta í eina og eina og helst fleiri en eina bók við hvert tækifæri. Hún elskar sögur og finnst gaman að segja þær. Skemmtilegastar þykja henni lygasögur en það er önnur saga. Pabbi hennar kallar hana verkamann í aldingarði Guðs og hver veit nema hún sé það. Kannski er hún bara allt og ekkert. Hún er allavega ekki alveg búin að taka ákvörðun í lífnu og kannski gerir hún það aldrei. En núna, akkúrat núna; hér og nú er hún búin að bóka ferð með Lestrarklefanum.