Skrímsli með bólur

Konungborna-bólubasliðSkrímslaprinsessan fær bólu á  konunglegt nefið í bókinni Konungborna bólubaslið. Bókin er skrifuð af Viggó I. Jónassyni og myndskreytt af Ara Yates. Í viðtali við Vísi segir Viggó að bókin sé skrifuð fyrir dóttur hans og boðskapurinn með bókinni sé að minnka útlitsdýrkun.

Skrímslaprinsessan er sú fegursta í landinu. Hún vaknar einn daginn með gríðarstóra bólu á nefinu, daginn sem hún er á leið á ball. Þetta veldur prinsessunni miklu hugarangri og hún leitar allra leiða til að ráða að niðurlögum bólunnar. Hún óttast að gert verið grín að henni á ballinu mæti hún með vinkonuna á nefinu.

Textinn er líflegur og ég hafði gaman að því að lesa bókina. Inn á milli eru orð sem fara algjörlega fram hjá börnum og dregnar eru upp myndir í hugann sem fullorðnum finnst eflaust fyndnar. Mér finnst ágætt þegar bækurnar höfða líka til fullorðinna, en kannski er það bara minn eigin barnalegi húmor sem bókin höfðar til. Teikningarnar eru ofsafengnar. Þær eru óreiðukenndar og lifandi og það tók okkur smá tíma að sjá allt sem myndin átti að sýna. Þetta er bók sem barn getur setið og skoðað og velt fyrir sér í einhvern tíma.

Boðskapurinn með bókinni er vissulega sá að útlitið skipti ekki máli. Í lok bókarinnar fer prinsessan á ballið, fólk hlær að henni og er hrætt við bóluna. Prinsessunni er samt alveg sama, hún stendur með sjálfri sér og er stolt af sjálfri sér. Mér fannst þetta frískandi bók, þótt boðskapurinn færi fyrir ofan garð og neðan hjá syninum, sem veit varla hvað hárbursti er og finnst meira en í lagi að fara í gauðskítug föt og því ekki vottur af útlitsdýrkun í hans lífi.

Lestu þetta næst

Dulmögnuð spennusaga

Dulmögnuð spennusaga

Nýlega kom út framhald bókarinnar Dauðaleit eftir Emil Hjörvar Petersen inn á Storytel. Bannhelgi...

Föst í Hulduheimi

Föst í Hulduheimi

Það er farið að líða á haustið. Úti er rökkur, rakt og kalt. Náttúran fellur í dvala og sjálf...

Drekar, dauði og erótík

Drekar, dauði og erótík

Hafi man eitthvað fylgst með bókaumræðum á samfélagsmiðlum á þessu ári þá er ansi líklegt að man...