Articles by Katrín Lilja


Systkinin fundin

Eftir að ég kláraði að lesa Raddir úr húsi loftskeytamannsins var ég logandi spennt að lesa Samfeðra eftir Steinunni G. Helgadóttur. Bókin er ekki sögð framhald af Raddir úr húsi loftskeytamannsins og að vissu leiti er ég því sammála en samt örlítið ósammála því fjölmargar persónur sem komu fyrir í Röddunum koma aftur fyrir í Samfeðra. Sjálfri þótti mér dýrmætt…

Á flakki í tíma og rúmi

  Raddir úr húsi loftskeytamannsins er samansafn smásagna og ég var strax föst í neti bókarinnar eftir fyrstu söguna um loftskeytamanninn sem er fæddur til að segja sögur. Steinunn G. Helgadóttir skrifaði Raddir úr húsi loftskeytamannsins og bókin kom út árið 2016. Steinnunn er myndlistarkona og hefur áður gefið út ljóðabækurnar Kafbátakórinn og Skuldunautar. Þá gaf hún út bókina Samfeðra árið 2018….

Flugan sem stöðvaði stríðið

Bókasöfn eru dásamlegur staður. Þau eru uppfull af alls kyns verðmætum, huldum heimum og ævintýrum sem leynast í ólesnum bókum. Eða ólesnum af okkur það er að segja. Í síðustu ferð á bókasafnið, þar sem ungir menn voru hvattir til að velja sér bók til að lesa, lenti Flugan sem stöðvaði stríðið í bókasafnspokanum okkar. Titill…

Til Barselóna með Dan Brown

Dan Brown sendi frá sér nýja bók fyrir skemmstu, bókina Uppruni. Brown er hvað þekktastur fyrir að skrifa Da Vinci-lykilinn sem fór sigurför um heiminn þegar hún kom út árið 2003. Síðan Da Vinci-lykillinn  kom út hefur Brown skrifað tvær bækur til viðbótar um Robert Langdon, prófessor í táknfræði. Samtals hafa því komið út fimm bækur um…

Birnir gegn fordómum

Kvöldlesningin fyrir einn af ungunum síðustu kvöld hefur verið Flökkusaga  eftir Láru Garðarsdóttur. Bókin er hugljúf saga um litlu birnuna Ísold og mömmu hennar sem þurfa að halda á nýjar slóðir. Heimkynni þeirra á norðurslóðum hafa tekið breytingum og þær geta ekki búið þar lengur. Bókin er ansi sorgleg. Okkur mæðginum þótti til dæmis hrikalega sorglegt…

Krúttleg saga af hernámi

Ég var að enda við að ljúka við Bókmennta- og kartöflubökufélagið eftir Mary Ann Shiffer og Annie Barrows og er uppfull af hlýjum tilfinningum og sé allt í bleikri móðu. Allt er svo milt og ljúft og krúttlegt. Bækur hafa tvímælalaust áhrif á það hvernig við sjáum heiminn og allir ættu að lesa krúttlegar bækur inn á…

Tilfinningaþrungin rússíbanareið frá Nígeríu

  Mér finnst ég næstum óverðug að fjalla um Allt sundrast eftir Chinua Achebe. Bókin er talin eitt af höfuðritum afrískra bókmennta og skrifuð af Nígeríumanninum Chinua Achebe og kom fyrst út árið 1958. Við fylgjumst með sögu Igbo þjóðflokksins á þeim tíma er hvíti maðurinn tekur yfir Afríku með heimsvaldastefnu, yfirgengilegri frekju og menningaráhrifum. Ég ætla…

Færeysk sinfónía

Hver elskar ekki að detta óvænt niður á eitthvað gott? Svona eins og þegar maður finnur fimmþúsund kall í vasanum á gömlum jakka? Eða vera sagt að maður þurfi að ryksuga, en þarf þess svo ekki af því einhver annar gerði það fyrir þig? Þegar ég datt niður á barnabókina Veiða vind – Tónlistarævintýri þá fannst mér…

Dvergflóðhestur frá Líberíu

Hvernig er að vera barn eiturlyfjabaróns í Mexíkó? Ekkert rosalega skemmtilegt, er niðurstaða mín eftir lesturinn á bókinni Veisla í greninu eftir mexíkóska rithöfundinn Juan Pablo Villalobos. Tochtli er á óræðum aldri, en ungur. Hann telur sig vera gáfaðan og bráðþroska, sem hann er ef til vill. Hann elst upp í “höllinni”, glæsivillu föður síns á…

Skrímsli með bólur

Skrímslaprinsessan fær bólu á  konunglegt nefið í bókinni Konungborna bólubaslið. Bókin er skrifuð af Viggó I. Jónassyni og myndskreytt af Ara Yates. Í viðtali við Vísi segir Viggó að bókin sé skrifuð fyrir dóttur hans og boðskapurinn með bókinni sé að minnka útlitsdýrkun. Skrímslaprinsessan er sú fegursta í landinu. Hún vaknar einn daginn með gríðarstóra bólu…

Lestrarklefinn[hjá]lestrarklefinn.is