Láttu þig ekki vanta á Bókamessuna í Hörpu!

24. nóvember 2018

Bókamessan er árlegur viðburður sem er orðinn órjúfanlegur hluti af jólahefð margra.

Já nú er svo sannarlega farið að líða að jólum og farþegar lestrarklefans eru orðnir mjög spenntir fyrir komandi jólapökkum, fullum af dýrindis orðlist í bundnu eða óbundnu formi! Því er tilvalið fyrir alla lestrarhesta og bókaunnendur að skella sér á Bókamessuna í Hörpu sem stendur nú yfir þessa helgina. Þar er að finna fjöldan allan af bókum á sérstöku messuverði og útsendarar íslenskra forlaga verða á staðnum til að lóðsa gestum og gangandi um heima og geima bókmenntana. Þá munu höfundar einnig verða á staðnum og árita bækur sínar.

Margt spennandi verður í boði á messunni en dagskrána má finna inn á heimasíðu Bókmenntaborgarinnar og er hún ekki af verri endanum. Föndrarar geta hoppað hæð sína af gleði þegar kynnt verður bókin Macramé: hnútar og hengi og sagnfræðiunnendur geta glaðst yfir fyrirlestri feðginana Veru Illugadóttur og Illuga Jökulssonar um þjóðhöfðingja Íslands. Unnendur skáldsagna verða heldur ekki fyrir vonbrigðum og geta meðal annars nælt sér í áritað eintak af nýjustu bók Auðar Övu, sem hlaut nýverið Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir síðustu skáldsögu sína Ör. Undirrituð ætlar allavega alls ekki að missa af þessu!

Þarna er því að finna eitthvað fyrir alla, unga sem aldna.

Lestu þetta næst

Off the Grið

Off the Grið

Aftenging er fyrsta bók lögfræðingsins Árna Helgasonar og kom út hjá Bjarti á dögunum. ...

Sú besta hingað til

Sú besta hingað til

Bókaútgáfan Bókabeitan hefur verið hvað duglegust að veita fantasíuunnendum lesefni. Síðustu ár...

Glóandi hættulestur

Glóandi hættulestur

Blaka er nýjasta bók Ránar Flygenring rithöfundar og myndhöfundar. Í fyrra tefldi hún fram líklega...