Lestrarlífið

Forstjóri Menntamálastofnunnar segir lestrarhraða ekki eftirsóknarverðastan

Gott lestrarlag sem og hrynjandi gefa mikilvægar vísbendingar um lesskilning nemenda og þar spilar lestrarhraði einnig hlutverk. Nemandi eigi að geta skynjað og myndað hljóð í lestri án mikillar fyrirhafnar en það hafi svo í för með sér svigrúm til að skilja það sem lesið er.  Þetta kemur fram í grein Arnórs Guðmundssonar, forstjóra Menntamálastofnunnar,…

Gagnrýna að hæfni til lesturs sé metin eftir lestrarhraða

Umræða um lestur hefur farið mikinn undanfarið og höfum við í Lestrarklefanum ekki farið varhuga af henni. Fjallað hefur verið um að ungmenni lesi minna nú til dags og að lesskilningur hafi orðið undir. Reglulega koma fregnir af bágri stöðu íslenskra nemenda í Pisa könnunum er varðar lestur og lesskilning. Í kjölfar þessa hafa nokkrir…

Ein færsla, tvær bækur! Kópavogskrónika og Horfið ekki í ljósið

Á meðal þeirra fjölmörgu bóka sem mig langaði að fá í jólagjöf voru Kópavogskrónika eftir Kamillu Einarsdóttur og Horfið ekki í ljósið eftir Þórdísi Gísladóttur. Ósk mín rættist reyndar ekki, en við hjónin björguðum því með sameiginlegu skiptiátaki og státum nú af báðum titlunum uppi í hillu. (Og það er ekki lítil upphafning fyrir bók,…

Árslisti Lestrarklefans fyrir árið 2018

Árið 2018 var fyrsta ár Lestrarklefans og svo heppilega vill til að þetta var með eindæmum gott bókaár. Við lásum margar frábærar bækur, en í tilefni áramótanna tíndum við saman smá lista yfir þær bækur sem okkur finnst standa upp úr í útgáfu ársns. MúmínÁlfarnir eftir Tove Jansson   Í dag er hægt að sitja…

Lestraráskorun 2019

Áramótin marka tímamót sem eru mörgum innblástur fyrir eins konar kaflaskil í lífinu. Nýtt upphaf kallar á nýjar áskoranir á ýmsum sviðum og margir setja sér markmið, t.d. á sviði líkamlegrar og andlegrar heilsu. Sumir setja sér markmið um að læra eitthvað nýtt á meðan aðrir ákveða kannski bara að gera meira af því sem…

Gleðileg jól!

Þá líður að lokum ársins, jólin eftir nokkra klukkutíma og flestir líklega byrjaðir að elda jólamatinn, í það minnsta undirbúa. Sjálf sit ég enn í sófa, föst í bók, þó búin að skúra út úr húsi en jólamaturinn enn algjörlega óundirbúinn i ísskápnum, börnin enn óböðuð og eftirréttinum frestað til morguns. En það er allt…

Lesum meira: Einfaldar lausnir til að auka lestur!

Foreldrar! Þessi færsla er sérstaklega tileinkuð ykkur! Þá sér í lagi ef þið hafið áhyggjur af orðaforða ungmennanna og of mikilli snjallsíma- og tölvunotkun. Hver hefur ekki lent í því að koma að ungmenninu á heimilinu niðursokkið í enn einn leikinn; blár skjábjarminn lýsir upp andlitið og melatónínframleiðslan lækkar beinlínis með hverri sekúndunni, fingurinn á…

Hvar eru barnabókaklúbbarnir?

Bækur eru tilavalin jólagjöf í alla pakka að mínu mati. Í minningunni eru bestu jólin þau þar sem ég fékk bara bækur í jólagjöf. Allir pakkarnir voru harðir og ferkantaðir. Ég eyddi öllum jólunum í náttfötum og las hverja bókina á eftir annarri. Það var alltaf gaman þegar jólin komu og maður fékk nýjar, brakandi…

Láttu þig ekki vanta á Bókamessuna í Hörpu!

Já nú er svo sannarlega farið að líða að jólum og farþegar lestrarklefans eru orðnir mjög spenntir fyrir komandi jólapökkum, fullum af dýrindis orðlist í bundnu eða óbundnu formi! Því er tilvalið fyrir alla lestrarhesta og bókaunnendur að skella sér á Bókamessuna í Hörpu sem stendur nú yfir þessa helgina. Þar er að finna fjöldan allan af…

Lestrarklefinn[hjá]lestrarklefinn.is