Forlagið auglýsir eftir handritum

Forlagið og Verðlaunasjóður íslenskra barnabóka auglýsa eftir handritum til að keppa um Íslensku barnabókaverðlaunin. Skilafrestur á handritum er til og með 8. febrúar. Handritið á að vera skáldsaga fyrir börn eða unglinga og vera minnst 50 ritvinnslusíður að lengd, miðað við til dæmis grunnstilling í Word.

Þau sem luma á góðri hugmynd að barna- eða unglingabók eru því hvött til að setjast við skriftir ekki seinna en núna og þau sem ef til vill luma á einni skáldsögu í skúffu eru hvattir til að senda handritið í keppnina. Á heimasíðu Forlagsins segir:

Póststimpill gildir sem skiladagur. Höfundar eru beðnir að senda inn fjögur eintök af handriti sínu. Handrit skal merkja með dulnefni en rétt nafn höfundar ásamt símanúmeri eða netfangi skal fylgja með í lokuðu umslagi. Handrit skal sent til Forlagsins merkt:

Verðlaunasjóður Íslenskra barnabóka
Forlagið
Bræðraborgarstíg 7
101 Reykjavík.

Á síðasta ári fékk bókin Stormsker eftir Birki Blæ Íslensku barnabókaverðlaunin. Nánari upplýsingar um handritaskil og keppnina er hægt að finna hér.

Lestu þetta næst

Smáar sögur, stór orð

Smáar sögur, stór orð

Smásagan: skáldverk sem hægt er að lesa í einum rykk, við einn kaffibolla, í einni strætóferð, á...

Nútíma Agatha Christie

Nútíma Agatha Christie

Gestalistinn eftir breska spennusagnahöfundinn Lucy Foley kom út í íslenskri þýðingu í apríl 2022....