Ættarmót Njáluhandrita á Stofnun Árna Magnússonar

Hægt var að setja saman allar þrjár ættkvíslir Njáluhandrita á Árnastofnun. Mynd: Sigurður Stefán Jónsson, Stofnun Árna Magnússonar.

Á dánardegi Árna Magnússonar 7. janúar efndi starfsfólk á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum til ættarmóts Njáluhandrita og nýtti sér það tækifæri að hafa Reykjabók, sem lánuð var frá Kaupmannahöfn á sýninguna Lífsblómið, með á handritamótinu. Svanhildur Óskarsdóttir, rannsóknardósent á handritasviði Stofnunar Árna Magnússonar, segir að það sé ekki hægt að fullyrða um að svipað ættarmót hafi ekki átt sér stað áður. “Það er vel hugsanlegt að þau hafi öll verið tekin saman í Kaupmannahöfn einhvern tíman.”

Á meðfylgjandi mynd má sjá elstu handrit allra þriggja ættkvísla Njálu. “Við vorum með elstu handritin á þessu ættarmóti. Flest elstu handritanna eru úr safni Árna Magnússonar en eitt af þeim kemur úr Konungsbóklöðunni í Kaupmannahöfn, en það er komið til Íslands núna. Tvö eru enn þar,” segir Svanhildur. Yngri handrit eru geymd á Landsbókasafni en voru ekki flutt á milli húsa fyrir ættarmótið. “Það er eins og oft á ættarmótum, það komast ekki alltaf allir. Svanhildur útskýrir að handritum Njálu sé skipt upp í þrjár ættkvíslir. Eftir því sem þau voru rituð upp oftar, breyttist textinn örlítið í hvert sinn. “Handritin æxlast eins og lífverur og ættkvíslir Njálu eru þrjár. Texti handrita innan sömu kvíslar er skyldari en við aðrar kvíslir.”

Með rannsóknum er jafnvel hægt að geta í eyðurnar og sjá hvar í tímaröðina vantar handrit. “Við vitum að eitt handrit var skrifað á miðöldum, á 14. öld eins og þessi elstu sem við eigum. Gullskinna er það kallað. Það handrit er ekki lengur til, en mörg handritanna sem voru skrifuð á 17. og 18. öld hafa verið skrifuð eftir því,” segir Svanhildur. Á borðinu hjá handritunum á myndinni liggur nýútgefið greinasafn þar sem lesa má um öll handritin sem liggja á borðin og mörg önnur Njáluhandrit.

 

Hægt er að sjá ítarlegri frétt um ættarmótið í fréttum RÚV frá 9. janúar.

Lestu þetta næst

Ótrúlegt aðdráttarafl

Ótrúlegt aðdráttarafl

Sú hefð hefur skapast á mínu heimili að enda daginn alltaf á að lesa. Kvöldlestur er hluti af...

Ameríka er líka blekking

Ameríka er líka blekking

Fólk var hneppt í þrældóm frá mismunandi svæðum í Afríku nýlendutímans. Það var flutt í gegnum...

Júlían er fullkominn

Júlían er fullkominn

Aumingja Efia er bara átta ára og stjúpmamma hennar pínir hana til að lesa með sér barnabækur til...

Gratíana fullorðnast

Gratíana fullorðnast

Benný Sif Ísleifsdóttir stimplaði sig rækilega inn á rithöfundasenuna á Íslandi við útgáfu fyrstu...

Héragerði yfir páskana

Héragerði yfir páskana

Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir er líklega best þekkt fyrir bráðfyndnar og beint-í-mark myndasögur. Til...