Janúar hlaðvarp – Jólabækurnar 2018

Þá er janúar á enda og við vonum að sem flestir hafi komist í gegnum jólabækurnar enn stóðu ólesnar í desember. Lestrarklefinn lagðist í vinnu í janúar og afraksturinn er þessi þægilegi hlaðvarpsþáttur sem unnin er í samstarfi við Kjarnann.

Í þættinum skoðum við jólabækurnar, veltum fyrir okkur tíma bókarinnar og tökum viðtal við tvo rithöfunda. Anna Margrét spjallaði við Benný Sif Ísleifsdóttur rithöfund og þjóðfræðing, sem sendi frá sér tvær bækur í fyrra; Grímu og Jóla­sveina­rann­sókn­ina, eina skáld­sögu og eina barna­bók. Anna Mar­grét Björns­dótt­ir, úr áhöfn Lestr­ar­klef­ans, spjallar við Benný Sif um upp­runa jóla­bóka­flóðs­ins og hvernig það er að vera rit­höf­undur eftir hasar des­em­ber­mán­að­ar.

Seinni við­mæl­andi þátt­ar­ins er nýkrýndur hand­hafi íslensku bók­mennta­verð­laun­anna í flokki fag­ur­bók­mennta, Hall­grímur Helga­son. Katrín Lilja ræddi við Hall­grím um Sex­tíu kíló af sól­skini, rit­störfin og lest­ur. Þar kemur meðal annars fram að Hallgrímur hyggst halda áfram með söguna þar sem frá var horfið og mögulega verða Sextíu kíló af sólkini  að tríólógíu. Við bíðum spenntar eftir framhaldinu.

Við vonum að lesendur okkar kunni að meta þetta framtak og njóti hlustunarinnar.

Lestu þetta næst

Eins konar dans

Eins konar dans

Moldin heit er önnur skáldsaga Birgittu Bjargar Guðmarsdóttur en fyrir hana hlaut hún...