Tímarit Máls og menningar með nýjan vef

Í síðustu viku fór í loftið nýr vefur Tímarits Máls og menningar. Þar mun birtast úrval efnis úr nýjustu heftum Tímaritsins í bland við greinar, viðtöl, ljóð og sögur úr eldri heftum. Vefurinn kemur til með að styðja við prentútgáfu Tímaritsins.

Tímaritið Máls og menningar mun líka færa sig í auknum mæli yfir á samfélagsmiðla til að miðla efni úr Tímaritinu til stærri hóps. Enn er þó aðaláhersla lögð á prentútgáfu tímaritsins. Hér er hægt að skrá sig í áskrift að Tímaritinu og einnig er hægt að nálgast nýjasta hefti í bókabúðum.

Bókadómar munu birtast á vefnum um leið og ný hefti koma út. Þar að auki munu leikdómar Silju Aðalsteinsdóttur, allt aftur að árinu 2008, vera aðgengilegir á vefnum, en þeir birtasta hvergi annars staðar.

Hits: 38


'Tímarit Máls og menningar með nýjan vef' has no comments

Be the first to comment this post!

Would you like to share your thoughts?

Your email address will not be published.

Lestrarklefinn[hjá]lestrarklefinn.is