Siggi sítróna og Dagbók Kidda klaufa bestar að mati barnanna

Sögur – verðlaunahátíð barnanna, fór fram annað sinn í kvöld í beinni útsendingu á RÚV.  Á hátíðinni eru það sögur fyrir og eftir krakka verðlaunaðar af krökkum sem kusu um það sem þeim fannst bera af á seinasta ári.

Bókaverðlaun barnanna í ár hlutu þeir Gunnar Helgason fyrir bestu íslensku skáldsöguna, Siggi sítróna, og Helgi Jónsson fyrir bestu þýðinguna, Dagbók Kidda klaufa

Verðlaun fyrir bestu smásögurnar í smásagnasamkeppni KrakkaRÚV hlutu Róbert Gylfi Stefánsson í yngri flokki fyrir söguna Hringurinn og Daníel Björn Baldursson í eldri flokki fyrir söguna Endurfundir. Verðlaunasögurnar auk 32 annarra smásagna sem tóku þátt í smásagnasamkeppninni má nálgast í rafbókinni Risastórar smásögur sem gefin hefur verið út af Menntamálastofnun, KrakkaRÚV og Sögur- samtökum um barnamenningu. 

Heiðursverðlaunin í ár hlaut Ólafur Haukur Símonarson fyrir framlag sitt til barnamenningar. Ólafur Haukur hefur samið fjölda ljóða og smásagna en einnig margar skáldsögur. Þar á meðal bækurnar Gauragangur og Meiri gauragangur, sem fjalla um 16 ára töffarann Orm Óðinsson, en bækurnar nutu mikillar hylli hjá íslenskum unglingum á sínum tíma. Þá hefur Ólafur Haukur samið fjölda leikrita fyrir svið, útvarp og sjónvarp sem og fjölda laga og lagatexta.

 

 

Lestu þetta næst

Að syrgja er að elska

Að syrgja er að elska

Daníel Daníelsson er menntaður í sagnfræði og ritlist og hefur nú gefið út sitt annað skáldverk,...