Það er titringur í loftinu. Haustið vill oft vera þannig. Það er titringur, spenna, eftirvænting, smá kvíði en kannski mest tilhlökkun eftir öllu því sem haustið hefur upp á að bjóða. Það er gott að detta inn í rútínuna aftur, eflaust margir sem hafa saknað hennar. Svo eru enn aðrir sem koma sér upp nýrri rútínu, í nýjum skóla og öðru skólastigi.

Þegar kólnar úti, þá er enn auðveldara að sitja með bók í fanginu og lesa. Sumir sitja þó fastir yfir skólabókunum, sannfærðir um að skólabækurnar séu hrottalega leiðinlegar. Sjálf man ég eftir því að hafa þrælað mér í gegnum fjölmargar bækur á flestum skólastigum. Bækur sem mér fannst óþarflega leiðinlegar og þungar og erfiðar – enda um svo margt annað að hugsa en bækur þegar félagslífið var upp á sitt besta.

Þess vegna viljum við í Lestrarklefanum leggja áherslu á skólabækur í september, því við höfum fundið út að bókmenntirnar sem eru kenndar í skólum eru alls ekki leiðinlegar. Það er bara leiðinlegt að mega ekki njóta þeirra fyrir hugsunum um lokapróf og glósur. Sum okkar hafa endurlesið nokkrar að þessum bókum og útkoman var allt önnur en þegar bókin var lesin í skóla. Bækurnar eru ekki valdar af kennurunum af því þeir vilja vera leiðinlegir, þeir eru virkilega að reyna að velja bækur á listann sem gætu mögulega höfðað til ungmennanna.

Svo setjumst aftur saman á skólabekk, finnum bókina sem við lásum í menntó eða fjölbraut og endurlesum hana. Lesum hana án þess að hugsa um glósur og lokapróf og njótum hennar.

#skólabókin #lestrarklefinn

Lestu þetta næst

Barnið er svangt

Barnið er svangt

Sól_Ey, Lokaverk af sviðshöfundabraut við LHÍ eftir Egil Andrason. Stofa L220 er lítil og...

Höfugur ilmur

Höfugur ilmur

Meðan leikhúsgestir streyma inn í Kassann í Þjóðleikhúsinu stendur Unnur Ösp bakvið örþunnt og...

Tíminn teygir úr sér

Tíminn teygir úr sér

X eftir Alistair McDowall Klukkan er 20:07 og Ray er að fá sér að borða. Gilda orðar áhyggjur...

Hægt og hljótt

Hægt og hljótt

Hvítalogn er fimmtánda skáldsaga Ragnars Jónassonar og önnur bókin í þríleiknum um lögreglumanninn...