Rithornið: Skrítilegt

19. mars 2020

Skrítilegt

 

Amma átti orð

sem finnast ekki í orðabók

orð sem búið var að snúa upp á

eins og kleinur

 

orð sem ég heyri bara

með hennar röddu

sjálfsögð eins og símhringing

eða veggfóður

bragðmikil eins og kanill

og kardimommur

 

orð sem ég tek mér í munn

til að njóta nærverunnar

örskotsstund áður en þau bráðna

eins og bakkelsi

á tungunni

 

[hr gap=“30″]

 

Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir hefur sent frá sér ljóðabókina Skýjafar (2016) og birt smásögur í safnriti ritlistarnema, Það er alltaf eitthvað (2019).

 

 

 

 

 

Lestu þetta næst

Off the Grið

Off the Grið

Aftenging er fyrsta bók lögfræðingsins Árna Helgasonar og kom út hjá Bjarti á dögunum. ...

Sú besta hingað til

Sú besta hingað til

Bókaútgáfan Bókabeitan hefur verið hvað duglegust að veita fantasíuunnendum lesefni. Síðustu ár...

Glóandi hættulestur

Glóandi hættulestur

Blaka er nýjasta bók Ránar Flygenring rithöfundar og myndhöfundar. Í fyrra tefldi hún fram líklega...