Rithornið: Vorkoma

9. apríl 2020

Vorkoma

 

hjarn er oftast sljótt nema undir iljunum

þá bráðnar það undir 37 hitastigi

 

í þessum skítugu pollum fæðast halakörtur

og gufa svo upp ef ljósglæta leyfir

 

sumar þroskast í græn norðurljós

aðrar – þessar heppnari –

sameinast þessu gráu og hlýju

 

þær ólga til jarðar þegar himinssjór nær eftirlaunaldri

til þess eins að láta fyrirberast

eins og flóa fyrir ketti undir mjólkurfernu

 

ég bíð með þeim spenntur róandi út í volgt næturkvak

[hr gap=“30″]

Jakub Stachowiak er pólskur nemandi á öðru ári í íslensku sem annað mál.
Hann hefur nýlega byrjað að yrkja ljóð, þá á íslensku. Hann hefur búið á Íslandi í rúmlega þrjú ár og vinnur sem bréfberi meðfram námi.

Lestu þetta næst

Off the Grið

Off the Grið

Aftenging er fyrsta bók lögfræðingsins Árna Helgasonar og kom út hjá Bjarti á dögunum. ...

Sú besta hingað til

Sú besta hingað til

Bókaútgáfan Bókabeitan hefur verið hvað duglegust að veita fantasíuunnendum lesefni. Síðustu ár...

Glóandi hættulestur

Glóandi hættulestur

Blaka er nýjasta bók Ránar Flygenring rithöfundar og myndhöfundar. Í fyrra tefldi hún fram líklega...