Sumarlesturinn 2020

8. júní 2020

Eygló Sunnar kláraði áttunda bekk í vor og hefur mikinn áhuga á furðusögum.

Í nýjum hlaðvarpsþætti tók Katrín Lilja stöðuna í lestrinum hjá Eygló Sunnu Kjartansdóttur, ungum lestrarhesti sem var að ljúka við áttunda bekk í Brekkubæjarskóla á Akranesi. Eygló hefur sérstakt dálæti á furðusögum og góðum skáldsögum. Uppáhaldsbækurnar hennar eru bókaflokkurinn um Hungurleikana og hana hlakka til að lesa nýjustu bókina í seríunni, Danskvæði um söngfugla og slöngur. 

 

 

 

Hjördís hefur starfað sem kennari í 35 ár og hefur mikla reynslu af lestrarkennslu.

Þegar grunnskólarnir fara í sumarfrí standa foreldrar frammi fyrir því að þurfa að skapa lestraráhuga og viðhalda lestri barna sinna. Það getur verið nokkur áskorun að fá börnin til að lesa, ekki síst þegar börnin eru kannski áhugalaus um lesturinn. Lestrarklefinn heyrði í Hjördísi Hjartardóttur, kennara í Brekkubæjarskóla sem hefur sérhæft sig í lestrarkennslu. Hennar ráð innihalda meðal annars lestur með börnunum, skiptilestur, góðar bækur og að gera lesturinn að leik.

 

 

 

Ingibjörg Ösp hefur lesið nær allar bækurnar í barna- og unglingadeildinni.

Og þá er spurningin hvernig eigi að finna góðar bækur. Bókasöfnin búa yfir frábæru starfsfólki og að minnsta kosti einn starfmaður á hverju safni ætti að búa yfir sérþekkingu um barnabækur. Þess vegna heyrðum við í Ingibjörgu Ösp Júlíusdóttur, bókasafns- og upplýsingatæknifræðingi á Bókasafni Akraness, sem hefur starfað á skólabókasafni til margra ára áður en hún fór að vinna á Bókasafni Akraness.

Allir hlaðvarpsþættir Lestrarklefans birtast fljótlega inni á Spotify undir nafninu Bókamerkið.

 

Lestu þetta næst

Marglaga og mannlegur Laddi

Marglaga og mannlegur Laddi

Ég var mjög óviss þegar ég sá fyrstu auglýsingar birtast fyrir nýja sýningu um líf og störf Ladda...

Hratt, hratt…hægt

Hratt, hratt…hægt

Mér er það afar minnisstætt þegar ég fletti fyrst í gegnum Reese's Book Club í leit minni að góðri...

Ég er ofurhetja

Ég er ofurhetja

Kapteinn Frábær í Tjarnarbíó. Kapteinn Frábær er engin venjuleg hetja. Eða er hann kannski allra...

Dásamlega upplífgandi

Dásamlega upplífgandi

Á dögunum var ég í leit að góðri ástarsögu, the Guardian var með fínustu samantekt þar sem...