Rithornið: Staðgengill

25. júní 2020

Staðgengill

 

Gýtur augum

á útsaumaðan hjörtinn

efst í stigaganginum

tignarleg krónan

fylgir henni

álútri

en einbeittri

upp rósalögð

þrepin

þar sem hún dregur á eftir sér

fagursveigða

hlyngrein

í blóma

sem óvænt illviðrið

braut

frá stofni

 

býr um kvistinn

sinn

í rökkrinu

undir fiðri og dún

kúrir

svo vængjuð laufin

umfaðma hana

 

við dyrnar má heyra – kannski

vindinn hvísla huggunarrómi

og raula

ástúðlega

 

[hr gap=“30″]

 

nína Óskarsdóttir/Nína er með MA. í menningarmiðlun og er bókavörður af guðs náð. Mörg undanfarin ár hefur hún tekið viðtöl fyrir tímaritið Heima er bezt. Örsögur hafa birst eftir hana í tímaritum og ljóð m.a. í TMM. Hún er óútgefið ungskáld í eldri kantinum og stundar MA nám í ritlist við HÍ.

Lestu þetta næst

Sniðugar árstíðarverur

Sniðugar árstíðarverur

Þessi bók er tileinkuð öllum þeim börnum sem alast upp við íslenskt veðurfar. Ég held að...

Í dótaheimi

Í dótaheimi

Fyrir mörgum árum síðan, í fyrndinni, las ég sjálf ljóð Þórarins Eldjárns. Þegar ég eignaðist mín...

Óskar er einhverfur

Óskar er einhverfur

Óskar elskar lestir: Bróðir minn er einhverfur eftir Ernu Sigurðardóttir Hvernig myndi þér líða ef...