Nói litli með lambhúshettuna kom í fyrsta sinn inn á heimili okkar í haust í bókinni Nói og amma Bíbí. Nóa þekkja aðrir lesendur kannski frá bókunum um Nóa og hvalrekinn og Nói og hvalurinn um veturBækurnar eru skrifaðar og myndlýstar af Benji Davies. Davies hefur skrifað og myndlýst fjölda barnabóka og bókina hans Tad hlaut nýverið verlaun, en hún hefur ekki enn verið þýdd yfir á íslensku.

Á háfjöru

Í bókinn um Nóa og ömmu Bíbí er komið sumar og Nói fer á bát með pabba sínum til ömmu Bíbí, sem býr á vindasamri eyju. Amma Bíbí hefur nóg að gera og Nóa leiðist. Honum finnst allt svolítið skrítið hjá ömmu Bíbí – hún geymir til dæmis tennurnar í glasi á nóttunni. Einn daginn, á háfjöru, fer hann í könnunarleiðangur sem leiðir hann alla leið út í dularfulla, holótta kletta. Það fellur að og hvessir. Inn í hellinn fýkur lítill fugl. Nói sér að fuglinn á ekki mikið eftir nema hann hjálpi honum og án efa veit amma hvað á að gera. En leiðin til baka er erfið, sjórinn er órólegur og kaldur og Nói er örugglega orðinn smá smeykur að komast ekki yfir skerin alla leið aftur til ömmu Bíbí. En amma kemur til bjargar á seglbátnum sínum, Nói og amma finna fleiri fugla sem þau hjúkra saman til heilsu og eyða svo öllu sumrinu saman í að gera skemmtilega hluti.

Hlýir litir og lifandi myndir

Sagan um Nóa og ömmu Bíbí verður einstaklega hlý og falleg með myndunum. Á hverri síðu er hægt að skoða smáatriði. Litirnir eru hlýir og sterkir og draga augað um síðuna. Það er hreyfing í teikningunum – vindurinn, rigningin, sjórinn og eldurinn í stónni –  allt er á hreyfingu. Teikningarnar af ömmu með skupluna og Nóa með lambhúshettuna eru einstaklega krúttlegar. Sagan fær lesandann líka til að leiða hugan að einmanaleikanum, því amma var örugglega einmana að búa alein á eyju – þar til fuglinn hans Nóa kom og veitti henni félagsskap. Bókin gefur tækifæri til að ræða um veðrið við börnin, flóð og fjöru, farfugla, vináttuna og svo er hægt að rýna í myndirnar og finna alls kyns sjávardýr sem hægt er að finna í næstu fjöruferð. Nói og amma Bíbí náðu svo sannarlega að heilla okkur mæðginin með hlýju sinni.

Lestu þetta næst

In memoriam

In memoriam

Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur (úr...