
Ljóðið er úr nýjustu ljóðabók Sigrúnar, Loftskeyti (2020).
Kallmerkin
Eftir Sigrúnu Björnsdóttur
alla ævi hef ég horft til þín
hálfan eða heilan
beðið eftir að þú kastaðir til mín
logandi himinbolta
einu uppljómuðu orði
á meðan dundu þau á mér
kallmerkin veik og sterk
í beljandi staðreyndahríð
og ég breytti slætti í mynd
flutti til alla stafi
reyndi að létta þér
af hjarta mínu
[hr gap=“30″]
Sigrún Björnsdóttir (f. 1956) hefur gefið út þrjár ljóðabækur, Næturfæðingu (2002), Blóðeyjar (2007) og Höfuðbendingu (2014) og ljóð eftir hana hafa birst í ljóðasöfnum, í tímaritun, á ljod.is og ljóðavef Jónasar Hallgrímssonar.
Nýjasta ljóðabók hennar er Loftskeyti (2020) og er þetta ljóð úr henni.