Rithornið: Superman

Superman

Eftir Ragnhildi Björt Björnsdóttur

 

Nihilískur veruleikinn blasir við mér.

Í 40 daga ráfa ég um í tóminu og finn lífsmáttinn veikjast með hverju spori

þegar hann mætir mér.

Í bláum heilgalla,

með kross á brjóstinu,

svart hár

og vöðva á við flóðhest

Og hann tekur utan um mig

og segir mér að þetta verði allt í lagi,

leggur mig niður á skýin

reyrir hendur mínar við þau,

lokar hurðinni og felur lykilinn.

Hann kemur til mín þrisvar á dag með lífskraftinn

og sannfærir mig um að þetta sé mér fyrir bestu.

Og ég trúi honum.

Minn eiginn Superman.

 

[hr gap=“30″]

 

Ragnhildur Björt Björnsdóttir (f. 2002) er nemandi við MH og nýbökuð kattamóðir úr Laugardalnum sem dreymir um að verða næsta Vera Illugadóttir. Hún hefur verið að skrifa fyrir alvöru frá því að hún var 16 ára og hefur fengið birt eftir sig ljóð í t.d. Tímariti máls og menningar og Skandala. Fyrir utan að semja ljóð eyðir hún tímanum í að velta fyrir stóru spurningunum, eins og til dæmis hvað hún eigi að elda á þriðjudaginn. Þess ber að geta að Ragnhildur er konan á myndinni, ekki kötturinn.

Lestu þetta næst

Út í geim

Út í geim

Ég er stjörnufræðinörd og hef horft á fleiri heimildarmyndir um fjarlægar plánetur á...

Sumarleg og fjörug sandkaka

Sumarleg og fjörug sandkaka

Nýlega kom út Mamma Sandkaka, lífleg og fallega myndlýst barnabók eftir Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur....

Flugur á sad beige vegg

Flugur á sad beige vegg

Við erum stödd á fyrstu frumsýningunni á stóra sviðinu á leikárinu. Það er verið að fara sýna...