Kæra Sú eina rétta
Ég hlakka svo til að hitta þig
kynnast þér
kyssa þig
verða ástfanginn
elska þig
eyða með þér ævinni.
Kæra Sú eina rétta II
Viltu vinsamlegast gefa þig fram hið fyrsta.
Ég get ekki beðið eftir að hitta þig
en nenni ekki að leita að þér.
Kæra Sú eina rétta III
Komdu aftur
[hr gap=“30″]
Egill Halldórsson er Vesturbæingur, búsettur á Seltjarnarnesi, sem elskar Hjalteyri og allt sem er danskt. Hann gæti lifað á brauðtertum og missir helst ekki af Liverpool leik. Egill er nýorðinn faðir og er í fæðingarorlofi. Ljóðin koma til hans öðru hvoru – yfirleitt þegar hann er í sturtu.






