Rithornið: Kæra sú eina rétta

25. febrúar 2021

Kæra Sú eina rétta

Ég hlakka svo til að hitta þig

kynnast þér

kyssa þig

verða ástfanginn

elska þig

eyða með þér ævinni.

Kæra Sú eina rétta II

Viltu vinsamlegast gefa þig fram hið fyrsta.

Ég get ekki beðið eftir að hitta þig

en nenni ekki að leita að þér.

Kæra Sú eina rétta III

Komdu aftur

[hr gap=“30″]

Egill Halldórsson er Vesturbæingur, búsettur á Seltjarnarnesi, sem elskar Hjalteyri og allt sem er danskt. Hann gæti lifað á brauðtertum og missir helst ekki af Liverpool leik. Egill er nýorðinn faðir og er í fæðingarorlofi. Ljóðin koma til hans öðru hvoru – yfirleitt þegar hann er í sturtu.

Lestu þetta næst

Sniðugar árstíðarverur

Sniðugar árstíðarverur

Þessi bók er tileinkuð öllum þeim börnum sem alast upp við íslenskt veðurfar. Ég held að...

Í dótaheimi

Í dótaheimi

Fyrir mörgum árum síðan, í fyrndinni, las ég sjálf ljóð Þórarins Eldjárns. Þegar ég eignaðist mín...

Óskar er einhverfur

Óskar er einhverfur

Óskar elskar lestir: Bróðir minn er einhverfur eftir Ernu Sigurðardóttir Hvernig myndi þér líða ef...