Þýddar barna- og unglingabækur

2. mars 2021

Í mars ætlar Lestrarklefinn að beina kastljósi sínu að þýddum barna- og unglingabókum. Fjöldi þýddra bóka kemur út á hverju ári. Það er gleðilegt að sjá lesefnisflóru ungra lesenda dýpka með sjónarhorni frá öðrum löndum eða í öðrum stíl en eftir íslenska höfunda. Vinsælustu barnabækur landsins eru þar að auki eftir erlenda höfunda – til dæmis Jeff Kinney sem skrifar sögurnar um Kidda klaufa og David Walliams sem skrifar meðal annars bækurnar um verstu börnin og verstu kennarana. Þarna leynast líka perlur eins og bækurnar um Dinnu, óhemjurnar og Kalli sem breytist í dýr.

Við hvetjum ykkur sem eigið börn og lesið með þeim að forvitnast um hvaða þýddu barna- og unglingabækur börnin ykkar eru að lesa. Eru þau alltaf með nefið ofan í Kidda klaufa? Eða er Harry Potter á náttborðinu núna? Kynnið ykkur val þeirra og lesið svo bókina sjálf!

#lesumsaman

Lestu þetta næst

Í dótaheimi

Í dótaheimi

Fyrir mörgum árum síðan, í fyrndinni, las ég sjálf ljóð Þórarins Eldjárns. Þegar ég eignaðist mín...

Óskar er einhverfur

Óskar er einhverfur

Óskar elskar lestir: Bróðir minn er einhverfur eftir Ernu Sigurðardóttir Hvernig myndi þér líða ef...