Blindhæð
Eftir Elísabetu Olku Guðmundsdóttur
Sálarsviði sækir á
Spegill sjáðu sjálfið takast á
Litlir steinar fastir í löngum háls
Á rennur innanfrá
Augað sekkur, sjáðu mig
Fegurðin aðskilur sig
Flóð streymir innanfrá, filter er settur á
Ég tek höfuðið upp úr vatni
Varirnar kyssa vanann
Sálarsvitinn er byrjaður að lykta
En augun blikka ekki
[hr gap=“30″]
Elísabet Olka Guðmundsdóttir er listakona sem býr og starfar í Danmörku við list og listkennslu. Stundum semur hún líka ljóð og örsögur.