Þegar líða tekur á maí verður erfiðara og erfiðara að lesa. Skólabækurnar taka mikinn tíma og sólin kallar fyrir utan gluggann, lofandi öllu fögru. Hafðu samt í huga að það er ennþá skítakuldi fyrir utan gluggann.

Þegar svona stendur á er ekki hægt að sökkva sér í djúpar skáldsögur sem krefjast of mikils af heilabúinu. Í huganum ertu upptekin/nn við að skipuleggja garðvinnu, læra fyrir prófið í næstu viku, koma af þér þessari ritgerð eða lesa í síðasta sinn yfir glósurnar. Hugurinn er upptekinn og því ætti að velja lesefni sem slakar á huganum.

Sjálfri finnst mér ekkert betra en að lesa svæsna vísindaskáldsögu, með vafasamri persónusköpun, eða fallega ástarsögu sem fylgir í þaula fyrirframgefinni formúlu. Það er afslappandi og hrein afþreying að lesa þannig bækur.

Maí mánuður verður því tileinkaður bókum sem okkur í Lestrarklefanum þykir vera hrein afþreying, það er svo annað mál hvort lesendur okkar eru því sammála og þið megið gjarnan láta í ykkur heyra á samfélagsmiðlum. Okkur þykir gaman að heyra frá ykkur.

#Hreinafþreying #Lestrarklefinn

Lestu þetta næst

Sumarleg og fjörug sandkaka

Sumarleg og fjörug sandkaka

Nýlega kom út Mamma Sandkaka, lífleg og fallega myndlýst barnabók eftir Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur....

Flugur á sad beige vegg

Flugur á sad beige vegg

Við erum stödd á fyrstu frumsýningunni á stóra sviðinu á leikárinu. Það er verið að fara sýna...