Þegar líða tekur á maí verður erfiðara og erfiðara að lesa. Skólabækurnar taka mikinn tíma og sólin kallar fyrir utan gluggann, lofandi öllu fögru. Hafðu samt í huga að það er ennþá skítakuldi fyrir utan gluggann.

Þegar svona stendur á er ekki hægt að sökkva sér í djúpar skáldsögur sem krefjast of mikils af heilabúinu. Í huganum ertu upptekin/nn við að skipuleggja garðvinnu, læra fyrir prófið í næstu viku, koma af þér þessari ritgerð eða lesa í síðasta sinn yfir glósurnar. Hugurinn er upptekinn og því ætti að velja lesefni sem slakar á huganum.

Sjálfri finnst mér ekkert betra en að lesa svæsna vísindaskáldsögu, með vafasamri persónusköpun, eða fallega ástarsögu sem fylgir í þaula fyrirframgefinni formúlu. Það er afslappandi og hrein afþreying að lesa þannig bækur.

Maí mánuður verður því tileinkaður bókum sem okkur í Lestrarklefanum þykir vera hrein afþreying, það er svo annað mál hvort lesendur okkar eru því sammála og þið megið gjarnan láta í ykkur heyra á samfélagsmiðlum. Okkur þykir gaman að heyra frá ykkur.

#Hreinafþreying #Lestrarklefinn

Lestu þetta næst

Aðferðir til að lifa af

Aðferðir til að lifa af

Gáfaða dýrið er fimmta bók Sæunnar Kjartansdóttur en bókin kom út núna á vormánuðum 2024. Sæunn er...

Verur sem þjást

Verur sem þjást

Dani er venjuleg kona. Hún er komin níu mánuði á leið með dóttur sína Lotte, hún var að flytja...

Aldingarðurinn okkar

Aldingarðurinn okkar

Aldingarðurinn okkar Eden í Tjarnarbíó.  Í Tjarnarbíó hefur salnum verið breytt í náið rými....

Falskur léttleiki

Falskur léttleiki

Eyja er ung kona sem vinnur á fréttamiðli. Hún hefur verið í sambandi síðustu átta árin og býr...

Refarím og kanínukvæði

Refarím og kanínukvæði

Barnabækurnar Sokkarnir hans Rebba og Kanínan vill kúra eru nýlega komnar út í íslenskri þýðingu. Um er að ræða harðspjalda bækur með flipamyndum eftir breska höfundinn Julia Donaldson og hinn þýska myndhöfund Axel Scheffler.