Júní er kominn með sinni birtu og yl. Vorið hefur reyndar verið kalt og hentaði einstaklega vel til inniveru og huggulegheita með bók. Þegar júní gengur í garð er ekki lengur hægt að hunsa garðverkin, eða öll loforðin sem þú gafst sjálfri/sjálfum þér í byrjun árs. Allt þetta sem þú ætlarði að gera í sumar… Núna er sumarið komið.

Á sumrin finnst mér best að lesa létt efni. Einhvern veginn verða annir sumarsins yfirgnæfandi miklar, það miklar að erfitt er að finna lausan dag til að njóta góðarar bókar. Mér finnst gott að lesa af lesbretti á tímum sem þessum. Þau eru handhæg, komast vel fyrir í vasa og auðvelt er að grípa í þau. Þau gleyma heldur aldrei á hvaða blaðsíðu ég er. Það er auðvelt að detta aftur inn í bókina. Og ef ég er ekki heima, með bókasafnið mitt nálægt, þá er gott að vita að næsta bók er bara nokkrum klikkum frá mér.

Krakkar fara í sumarfrí í byrjun júní og á barnaheimilum þýða það enn fleiri reddingar og verk. Við hvetjum lesendur okkar til að lesa með börnunum, skrá þau í sumarlestur á þeirra bókasafni og njóta bóka saman í sumar. Það er ekkert betra en upplesin bók í útilegu eða sumarbústaði. Bók sem sameiginleg upplifun.

Lesið ykkur til ánægju í sumar. Nú eða fróðleiks! Lesið í öllu falli nákvæmlega það sem ykkur langar að lesa.

#sumarlestur

Lestu þetta næst

Drekar, dauði og erótík

Drekar, dauði og erótík

Hafi man eitthvað fylgst með bókaumræðum á samfélagsmiðlum á þessu ári þá er ansi líklegt að man...

Bækur inn um lúgu

Bækur inn um lúgu

Það er eitthvað fallegt við að fá póstsendingu inn um lúguna. Þá meina ég ekki auglýsingabæklinga...

Það er húmor í lauginni

Það er húmor í lauginni

Sund í Tjarnarbíó Klórlyktin gýs upp þegar maður gengur í salinn og ber augum glæsilega sundlaug...

Bumba er best

Bumba er best

Bekkurinn minn er sería barnabóka sem gerast í íslenskum veruleika eftir Yrsu Þöll Gylfadóttur og...