Júní er kominn með sinni birtu og yl. Vorið hefur reyndar verið kalt og hentaði einstaklega vel til inniveru og huggulegheita með bók. Þegar júní gengur í garð er ekki lengur hægt að hunsa garðverkin, eða öll loforðin sem þú gafst sjálfri/sjálfum þér í byrjun árs. Allt þetta sem þú ætlarði að gera í sumar… Núna er sumarið komið.

Á sumrin finnst mér best að lesa létt efni. Einhvern veginn verða annir sumarsins yfirgnæfandi miklar, það miklar að erfitt er að finna lausan dag til að njóta góðarar bókar. Mér finnst gott að lesa af lesbretti á tímum sem þessum. Þau eru handhæg, komast vel fyrir í vasa og auðvelt er að grípa í þau. Þau gleyma heldur aldrei á hvaða blaðsíðu ég er. Það er auðvelt að detta aftur inn í bókina. Og ef ég er ekki heima, með bókasafnið mitt nálægt, þá er gott að vita að næsta bók er bara nokkrum klikkum frá mér.

Krakkar fara í sumarfrí í byrjun júní og á barnaheimilum þýða það enn fleiri reddingar og verk. Við hvetjum lesendur okkar til að lesa með börnunum, skrá þau í sumarlestur á þeirra bókasafni og njóta bóka saman í sumar. Það er ekkert betra en upplesin bók í útilegu eða sumarbústaði. Bók sem sameiginleg upplifun.

Lesið ykkur til ánægju í sumar. Nú eða fróðleiks! Lesið í öllu falli nákvæmlega það sem ykkur langar að lesa.

#sumarlestur

Lestu þetta næst

Aðferðir til að lifa af

Aðferðir til að lifa af

Gáfaða dýrið er fimmta bók Sæunnar Kjartansdóttur en bókin kom út núna á vormánuðum 2024. Sæunn er...

Verur sem þjást

Verur sem þjást

Dani er venjuleg kona. Hún er komin níu mánuði á leið með dóttur sína Lotte, hún var að flytja...

Aldingarðurinn okkar

Aldingarðurinn okkar

Aldingarðurinn okkar Eden í Tjarnarbíó.  Í Tjarnarbíó hefur salnum verið breytt í náið rými....

Falskur léttleiki

Falskur léttleiki

Eyja er ung kona sem vinnur á fréttamiðli. Hún hefur verið í sambandi síðustu átta árin og býr...

Refarím og kanínukvæði

Refarím og kanínukvæði

Barnabækurnar Sokkarnir hans Rebba og Kanínan vill kúra eru nýlega komnar út í íslenskri þýðingu. Um er að ræða harðspjalda bækur með flipamyndum eftir breska höfundinn Julia Donaldson og hinn þýska myndhöfund Axel Scheffler.