Að brjótast út úr þægindaramma

Þægindarammagerðin er samstarfsverkefni ritlistarnema og nemenda í hagnýtri ritstjórn og útgáfu við Háskóla Íslands. Skapast hefur hefð fyrir þessari samvinnu og það er óneitanlega skemmtilegt að fá verk sín útgefin í bók að loknu námskeiði. áður hefur verið fjallað um tvær af þessum samstarfsbókum; Það er alltaf eitthvað  og Möndulhalli

Í Þægindarammagerðinni er mikil flóra af sögum. Eftir fyrsta lestur fannst mér óþarflega margar sögur fjalla um sambönd og sambandsslit og sögurnar vera fremur keimlíkar. Ekki veit ég hvaðan sú tilfinning kom, því eftir að hafa skoðað bókina aftur, þá eru sögurnar nokkuð fjölbreyttar. Þarna eru djúphugul bréf, ung börn að takast á við alvarlega hluti, sögur af skrifstofunni og svo margt fleira. Það var gaman að lesa í gegnum bókina. Margar sögurnar fá mann til að velta fyrir sér lífinu og sambandi manns við samferðafólkið. Aðrar fá mann til að skella upp úr.

Aðgengilegar sögur

Uppröðun sagnanna hefði mátt vera önnur. Það angraði mig til dæmis að sagan „Skrifstofan – Aumkunarverð tilvera“ og „Skrifstofan – Fundurinn“ skyldu hafa verið settar upp hvor á eftir annarri. Sumar sögur hefði mátt vera framar í bókinni og aðrar aftar. Þá fannst mér skjóta skökku við að sögur eftir sama höfund kæmu hvor á eftir annarri.

Heilt yfir er Þægindarammagerðin skemmtileg smásagnasafn. Sögurnar eru aðgengilegar og margar hverjar fullar af húmor. Sumar eru átakanlegar, ekki síst sögurnar „Barn með brjóst“ og „Næturbrölt“. Það er óhætt að mæla með smásagnasafninu og nokkuð víst að í því leynast höfundar framtíðarinnar.

Höfundar:

Ásdís Björg Káradóttir
Berglind Ósk Bergsdóttir
Birna Hjaltadóttir
Bryndís Eva Ásmundsdóttir
Elín Edda Þorsteinsdóttir
Halldór Magnússon
Ingólfur Eiríksson
Jónína Óskarsdóttir
Kristín Nanna Einarsdóttir
Númi Arnarson
Rannveig Lydia Benediktsdóttir
Sigríður Láretta Jónsdóttir
Sigurbjörg Aðalsteinsdóttir
Ugla Jóhanna Egilsdóttir
Þuríður Sóley Sigurðardóttir
Ægir Þór Jahnke

Ritstjórn:

Karitas M. Bjarkadóttir
Sigríður Inga Sigurðardóttir
Sigríður Wöhler
Sæunn Þórisdóttir

Lestu þetta næst

Eins konar dans

Eins konar dans

Moldin heit er önnur skáldsaga Birgittu Bjargar Guðmarsdóttur en fyrir hana hlaut hún...