Hinsegið haust

13. september 2021

Við höfum vaknað af dvala sumarlestursins og tökum fagnandi á móti haustinu (þó það sé oftar en ekki bara nokkrir dagar her á landi).
Sumarið er liðið og með því hinsegin dagar sem fóru fram með breyttu sniði í ágúst ár. Við í Lestrarklefanum munum hins vegar varpa ljósi á hinsegin bókmenntir næsta mánuðinn.
Við munum deila með ykkur umfjöllunum um klassísk hinsegin bókmenntaverk til að mynda Orlandó eftir Virginiu Woolf, og nýlegri verk með hinsegin aðalpersónum, þeirra á meðal The Seven Husbands of Evelyn Hugo eftir Taylor Jenkins Reid.
Í samstarfi við Samtökin ’78 fögnum við fjölbreytileikanum í bókmenntum með lista af verkum sem enginn má láta framhjá sér fara. Njótið föllnu laufanna og PSL* drykkjanna, lesið með okkur og notið myllumerkið #hinsegidhaust
*PSL er, fyrir þá örfáu sem ekki vita, skammstöfun á Pumpkin Spice Latte!

Lestu þetta næst

Óskar er einhverfur

Óskar er einhverfur

Óskar elskar lestir: Bróðir minn er einhverfur eftir Ernu Sigurðardóttir Hvernig myndi þér líða ef...

Forrest Gump Íslands

Forrest Gump Íslands

Óli K. er fagurlega gerð ljósmyndabók með ævisögulegu ívafi um líf og störf ljósmyndarans Ólafs K....