Sökkvum í jólabókaflóðið

Jólabækurnar flæða að í stríðum straumum. Ef þú hefur ekki litið við í bókabúð nýlega þá ættirðu að gera það. Það er margt nýtt í boði, margt spennandi og margt gott í flóðinu í ár.

Næstu vikurnar mun Lestrarklefinn hella sér að fullu inn í flóðið, synda um með styrkum sundtökum og fjalla um jólabækurnar – í bland við annað að sjálfsögðu.

Á síðunni verður hægt að komast í umfjallanir okkar um jólabækur í flipanum “Umfjallanir” og sérflokknum “Jólabók 2021”.

Fylgist með okkur á Instagram! @Lestrarklefinn

#jólabók2021

Lestu þetta næst

Í heimi Juliu Quinn

Í heimi Juliu Quinn

  Nú þegar þriðja serían af Bridgerton fer bráðum í loftið er kannski kominn tími til að ég...