Jólaævintýri Þorra og Þuru í bók

Þorri og Þura eru að undirbúa jólin og leika sér í snjónum þegar afi Þorra kemur að þeim þar sem þau sitja og karpa. Afi er með jólakristal í töskunni sinni, sem hann biður Þorra og Þuru að gæta, rétt á meðan hann fer og leggur sig. Fyrir slysni slökknar á kristalnum! Sem þýðir að jólin koma ekki. Þegar þau hjálpa jólakettinum og Jóla-Sveini logar þó á kristalnum aftur í skamma stund. En hann er eitthvað kenjóttur og það slökknar alltaf á honum aftur. Geta Þorri og Þura látið hann loga aftur?

Heimur Þorra og Þuru hefur vaxið og dafnað frá því þau stigu fyrst fram. Þau koma fram til barna í sjónvarpi, leikhúsi, sumarskemmtunum og núna í bókum.

Sagan um Þorra og Þuru og jólakristalinn er eftir Agnesi Wild með myndlýsingum Bergrúnar Írisar Sævarsdóttur. Bókin byggir á leiksýningu sem sýnd hefur verið í Tjarnabíói síðan árið 2019. Sýningin er ætluð börnum á leikskólaaldri og fyrstu árum grunnskóla. Bókin hentar þó fremur leikskólabörnum. Með bókinni fylgja lög sem eru aðgengileg á Spotify og QR-kóði leiðir lesandann að réttu lagi. Tónlistin er gullfalleg og skapar ómetanlega stemningu þegar bókin er lesin. Ég gæti jafnvel trúað að uppáhaldsjólalag leikskóladrengsins sé fundið, miðað við viðbrögðin við Jól í hjarta. 

Teikningar Bergrúnar Írisar eru í hlýjum og innilegum litum, en ég saknaði þess svolítið að sjá meira af umhverfi Þorra og Þuru. Aftur á móti er Hulda búálfur að fela sig á nokkrum opnum sem gaman er að leita að í gegnum bókina.

Þorri og Þura – jólakristallinn er saga með fallegum og hjartnæmum boðskap sem á heima á öllum heimilum. Vinátta, hjálpsemi og kærleikur skapa betri heim og gefa jól í hjartað.

Lestu þetta næst

Martraðakennd en stórskemmtileg sorgarvegferð

Martraðakennd en stórskemmtileg sorgarvegferð

Sorg og sorgarúrvinnsla, að sættast við dauðann, að sættast við það að vera ófullkomin manneskja með ófullkomin tengsl við aðra. Þetta eru aðalumfjöllunarefni Birnis Jóns Sigurðssonar í nýjasta leikverki hans Sýslumaður dauðans sem er nú í sýningu í Borgarleikhúsinu. 

Góðmæðraskólinn

Góðmæðraskólinn

Varst þú að eignast barn? Ertu bugað heima með ungviðið og langar bara í smá pásu frá serjósi,...

Glöggt er gests augað

Glöggt er gests augað

Fyrir nokkrum árum komst ég að því að finnsk kona að nafni Satu Rämö, sem búsett væri á Ísafirði,...

Jarðsyngdu mig

Jarðsyngdu mig

Ég fékk ljósbláa bók að gjöf. Framan á kápu stendur aðeins titill verksins með smáu, hvítu letri....

Fangelsi hugans

Fangelsi hugans

Hvað ef þú værir geimvera? Og geimskipið þitt hefði skilið þig eftir á jörðinni, í venjulegri,...