Börn vilja ekki ritskoðun

23. desember 2022

Hér má horfa á þáttinn í heild sinni á YouTube rás Storytel

Lestr­ar­klef­inn á Stor­ytel þessa vik­una er til­einkaður hljóðbók­um og hljóðbókaserí­um fyr­ir börn. Ævar Þór Bene­dikts­son, einn öt­ul­asti barna­bóka­höf­und­ur lands­ins, spjall­ar við Re­bekku Sif um hljóðbóka­formið og skrif­in. Katrín Lilja og Lilja Magnús­dótt­ir koma í mynd­ver til að ræða um hljóðbókaserí­una Aha! eft­ir Sæv­ar Helga Braga­son og Sigyn Blön­dal, Sögu­stund með afa eft­ir Örn Árna­son og bók­ina Kenn­ar­inn sem fuðraði upp eft­ir Bergrúnu Írisi Sæv­ars­dótt­ur.

Hljóðbók­in loðið fyr­ir­bæri

Ævar Þór sendi í haust frá sér sína þrítug­ustu bók á prenti, Dreng­inn með ljá­inn, en einnig kom ný­lega út fyrsta bók­in eft­ir hann inn á Stor­ytel, Hrylli­lega stutt­ar hroll­vekj­ur, í hans eig­in lestri. „Mér finnst hljóðbóka­formið mjög spenn­andi. Hljóðbók­in er orðin svo loðið fyr­ir­bæri. Það er hægt að teygja og tosa formið,“ seg­ir Ævar um hroll­vekj­andi hljóðbók­ina þar sem drunga­leg hljóð og tónlist eru notuð til að setja tón­inn í bæði upp­hafi og enda bók­ar.

Það er einnig ná­kvæm­lega það sem er gert er í hljóðbókaserí­un­um tveim­ur, Aha! og Sögu­stund með afa, sem eru til umræðu í mynd­veri Stor­ytel. „Það er ekki að vera að skafa utan af neinu í þess­um æv­in­týr­um. Krakk­ar eru klár­ir, þau fatta það um leið og það er verið að reyna að rit­skoða,“ seg­ir Lilja en sög­urn­ar sem sagðar eru í Sögu­stund með afa búa yfir flókn­ari orðaforða og til­tölu­lega órit­skoðuðum æv­in­týr­um en má lesa í mörg­um ein­fald­ari æv­in­týra­bók­um. Katrín Lilja og Lilja voru sam­mála um að serí­urn­ar tvær, sem búa yfir ríku­leg­um hljóðheimi, hitti vel í mark hjá fjöl­skyld­um.

Ófyr­ir­sjá­an­leg saga

Fjórða bók­in í vin­sælli seríu eft­ir Bergrúnu Írisi, Kenn­ar­inn sem fuðraði upp, var einnig til umræðu hjá gagn­rýn­end­un­um. Katrín Lilja og Lilja voru sam­mála um að hér séu á ferðinni þrusugóð og spenn­andi bók. „Þetta er spenn­andi saga og al­gjör­lega ófyr­ir­sjá­an­leg. Hún er spenn­andi frá upp­hafi til enda,“ seg­ir Lilja um bók­ina. „Það skín í gegn hvað hún ber mikla virðingu fyr­ir sín­um les­end­um, hún tal­ar aldrei niður til krakk­ana.“

Að lok­um mæla þær stöll­ur með hljóðbók­um sem vert er að hlusta á. Þátta­stjórn er í hönd­um rit­höf­und­ar­ins Re­bekku Sifjar Stef­áns­dótt­ur sem er einnig aðstoðarrit­stjóri www.lestr­ar­klef­inn.is.

Rebekka Sif, Katrín Lilja og Lilja ræða um hljóðbækur fyrir börn.

Að lokum mæla þær stöllur með hljóðbókum sem vert er að hlusta á. Þáttastjórn er í höndum rithöfundarins Rebekku Sifjar Stefánsdóttur aðstoðarritstjórans okkar. 

Við viljum sérstaklega þakka Brá verslun fyrir fallegan fatnað sem bæði Rebekka og Katrín klæðast.

Lestu þetta næst

Dýrð í dauðaþögn

Dýrð í dauðaþögn

Alfie missti pabba sinn fyrir þremur árum og satt best að segja gengur henni ekki vel að takast á...

Að þekkja tilfinningarnar

Að þekkja tilfinningarnar

Í fyrra kom út bókin Litaskrímslið hjá Drápu en hún er bráðskemmtileg bók um stúlku sem hjálpar...

Raddir sem heyrast of sjaldan

Raddir sem heyrast of sjaldan

Ég vildi að ég hefði fæðst strákur er fyrsta útgefna skáldsaga Önnu Elísabetar Ólafsdóttur, sem er...

Tilbrigði við sannleika

Tilbrigði við sannleika

Staðreyndirnar er þriðja skáldsaga Hauks Más Helgasonar, sem er menntaður heimspekingur og hefur...