Börn vilja ekki ritskoðun

Hér má horfa á þáttinn í heild sinni á YouTube rás Storytel

Lestr­ar­klef­inn á Stor­ytel þessa vik­una er til­einkaður hljóðbók­um og hljóðbókaserí­um fyr­ir börn. Ævar Þór Bene­dikts­son, einn öt­ul­asti barna­bóka­höf­und­ur lands­ins, spjall­ar við Re­bekku Sif um hljóðbóka­formið og skrif­in. Katrín Lilja og Lilja Magnús­dótt­ir koma í mynd­ver til að ræða um hljóðbókaserí­una Aha! eft­ir Sæv­ar Helga Braga­son og Sigyn Blön­dal, Sögu­stund með afa eft­ir Örn Árna­son og bók­ina Kenn­ar­inn sem fuðraði upp eft­ir Bergrúnu Írisi Sæv­ars­dótt­ur.

Hljóðbók­in loðið fyr­ir­bæri

Ævar Þór sendi í haust frá sér sína þrítug­ustu bók á prenti, Dreng­inn með ljá­inn, en einnig kom ný­lega út fyrsta bók­in eft­ir hann inn á Stor­ytel, Hrylli­lega stutt­ar hroll­vekj­ur, í hans eig­in lestri. „Mér finnst hljóðbóka­formið mjög spenn­andi. Hljóðbók­in er orðin svo loðið fyr­ir­bæri. Það er hægt að teygja og tosa formið,“ seg­ir Ævar um hroll­vekj­andi hljóðbók­ina þar sem drunga­leg hljóð og tónlist eru notuð til að setja tón­inn í bæði upp­hafi og enda bók­ar.

Það er einnig ná­kvæm­lega það sem er gert er í hljóðbókaserí­un­um tveim­ur, Aha! og Sögu­stund með afa, sem eru til umræðu í mynd­veri Stor­ytel. „Það er ekki að vera að skafa utan af neinu í þess­um æv­in­týr­um. Krakk­ar eru klár­ir, þau fatta það um leið og það er verið að reyna að rit­skoða,“ seg­ir Lilja en sög­urn­ar sem sagðar eru í Sögu­stund með afa búa yfir flókn­ari orðaforða og til­tölu­lega órit­skoðuðum æv­in­týr­um en má lesa í mörg­um ein­fald­ari æv­in­týra­bók­um. Katrín Lilja og Lilja voru sam­mála um að serí­urn­ar tvær, sem búa yfir ríku­leg­um hljóðheimi, hitti vel í mark hjá fjöl­skyld­um.

Ófyr­ir­sjá­an­leg saga

Fjórða bók­in í vin­sælli seríu eft­ir Bergrúnu Írisi, Kenn­ar­inn sem fuðraði upp, var einnig til umræðu hjá gagn­rýn­end­un­um. Katrín Lilja og Lilja voru sam­mála um að hér séu á ferðinni þrusugóð og spenn­andi bók. „Þetta er spenn­andi saga og al­gjör­lega ófyr­ir­sjá­an­leg. Hún er spenn­andi frá upp­hafi til enda,“ seg­ir Lilja um bók­ina. „Það skín í gegn hvað hún ber mikla virðingu fyr­ir sín­um les­end­um, hún tal­ar aldrei niður til krakk­ana.“

Að lok­um mæla þær stöll­ur með hljóðbók­um sem vert er að hlusta á. Þátta­stjórn er í hönd­um rit­höf­und­ar­ins Re­bekku Sifjar Stef­áns­dótt­ur sem er einnig aðstoðarrit­stjóri www.lestr­ar­klef­inn.is.

Rebekka Sif, Katrín Lilja og Lilja ræða um hljóðbækur fyrir börn.

Að lokum mæla þær stöllur með hljóðbókum sem vert er að hlusta á. Þáttastjórn er í höndum rithöfundarins Rebekku Sifjar Stefánsdóttur aðstoðarritstjórans okkar. 

Við viljum sérstaklega þakka Brá verslun fyrir fallegan fatnað sem bæði Rebekka og Katrín klæðast.

Lestu þetta næst

Í heimi Juliu Quinn

Í heimi Juliu Quinn

  Nú þegar þriðja serían af Bridgerton fer bráðum í loftið er kannski kominn tími til að ég...

Er þetta gaman?

Er þetta gaman?

Er þetta gaman?  Félagsskapur með sjálfum mér í Tjarnarbíó Á sviðinu er legubekkur, örfáar bækur,...