Er líður að páskum eru margir að leita að hinni fullkomnu bók til að týna sér í milli þess sem nartað er í súkkulaði. Hvort sem áhuginn er fyrir glæpasögum, smásagnasöfnum eða ástarsögum má þá hiklaust mæla með að fólk kynni sér bókaklúbbinn Reese‘s Book Club x Hello Sunshine. Leikkonan og athafnakonan Reese Witherspoon, sem undanfarin árin hefur beitt sér fyrir að auka vægi kvenna í kvikmynda- og þáttaframleiðslu, stendur að baki bókaklúbbnum. Um er að ræða mánaðarlegan bókaklúbb þar sem ný og áhugaverð bók eftir kvenrithöfund er valin að hverju sinni.
Klúbburinn hóf göngu sína í júní 2017 með frábæru bókinni Allt í himnalagi hjá Eleanor Oliphant sem Lestrarklefinn fjallaði nýverið um. Ég hef notið þess að velja mér bækur af listanum og auk Eleanor Oliphant get ég mælt með:
Erotic Stories for Punjabi Widows
Allar bækurnar, sem nú eru orðnar 23, eru einnig til í hljóðbókarformi. Á heimasíðu bókaklúbbsins má finna umfjallanir Reese um bækurnar, viðtöl við höfundanna og margt fleira.
Hér má lesa allan listann í heild sinni.
Einnig má mæla með nokkrum öðrum bókum sem Reese Witherspoon hefur hrifist af: Big Little Lies, en Reese framleiddi samnefnda þætti byggða á bókinni og lék eitt aðalhlutverkið í þeim og Wild, æviminningar Cheryl Strayed, Reese framleiddi einnig samnefnda kvikmynd byggða á bókinni og lék Cheryl í myndinni.