Ferðin
Tvö börn
lögðu af stað í ferð
glöð og eftirvæntingarfull
leið okkar lá um grösuga dali og gróðursnauð fjöll
í góðviðri, stormi og glórulausri þoku
við sátum veislur
og sultum
dönsuðum, dottuðum og duttum í lukkupott
áttum lífíð í hvort öðru
með hvort öðru
og það var stundum gott
áttum börn og buru
1, 2, 3 og það varst þú
við fórum svo
langt að heiman
fundum enga brauðmola til að rekja slóðina til baka
skyndilega var ég ein í aftaksbyl á heiðinni
í mörg ár á leiðinni
förunautur minn orðinn annars ferðafélagi
ég gekk hringi í kring um það sem var
ókunn slóð
hringur miðflóttans
[hr gap=“30″]
Að fara
Á haustin fórum við suður
við pökkuðum öllu
kvöddum í vinnunni
kvöddum pabba og mömmu
þau stóðu á hlaðinu
í haustlitum
og veifuðu
við sáum þau alveg þangað til við komum yfir háheiðina
tveir litlir punktar
í firðinum
en samt svo skýrir
við sögðum ekkert
fyrr en mörgum heiðum og fjörðum síðar
[hr gap=“30″]
Ragnheiður Lárusdóttir hefur starfað sem íslenskukennari í menntaskóla í rúm 20 ár og er íslensku- og bókmenntafræðingur. Auk þess er hún lærð söngkona og með meistaragráðu í listkennslufræði. Ragnheiður býr í vesturbæ Reykjavíkur og á þrjú börn.