Rithornið: Unglingaherbergið

7. maí 2020

unglingaherbergið

 

                                      manstu

þegar ég sagði þér

að ég hefði heimsótt

nektarströnd í Berlín

að ég hefði baðað

mig í sólinni

                                      berbrjósta

þú leiddir mig

út úr herberginu

inn í stofu

tókst mig

harkalega

 

á meðan þau sváfu á efri hæðinni

 

[hr gap=“30″]

 

coco

 

ég kom þér fyrir

milli læranna

vafði sjálfri mér

um þig

 

við hvísluðum

hvort á sínu tungumálinu

 

[hr gap=“30″]

 

Bergrún Andradóttir stundar um þessar mundir meistaranám í menningarfræði. Hún hefur áður lokið B.A. námi í almennri bókmenntafræði og kynjafræði. Grein eftir hana hefur birst hjá Flóru en þetta er í fyrsta sinn sem hún deilir skapandi texta.

Lestu þetta næst

Off the Grið

Off the Grið

Aftenging er fyrsta bók lögfræðingsins Árna Helgasonar og kom út hjá Bjarti á dögunum. ...

Sú besta hingað til

Sú besta hingað til

Bókaútgáfan Bókabeitan hefur verið hvað duglegust að veita fantasíuunnendum lesefni. Síðustu ár...

Glóandi hættulestur

Glóandi hættulestur

Blaka er nýjasta bók Ránar Flygenring rithöfundar og myndhöfundar. Í fyrra tefldi hún fram líklega...