Tilnefningar til Maístjörnunnar

Tilnefningar til Maístjörnunnar, ljóðabókaverðlaun Rithöfundasambands Íslands og Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns, vegna ljóðabókar útgefinnar 2019 voru kynntar við athöfn í Gunnarshúsi þann 7. maí.

Tilnefndir eru:
Jónas Reynir Gunnarsson – Þvottadagur (Páskaeyjan)
Kristín Eiríksdóttir – Kærastinn er rjóður (JPV)
Sigurlín Bjarney Gísladóttir – Undrarýmið (Mál og menning)
Þórður Sævar Jónsson – Vellankatla (Partus)
Þór Stefánsson – Uppreisnir (Oddur)

Tilnefndar bækur eru allar til sýnis í anddyri Þjóðarbókhlöðunnar.

Gjaldgengar voru allar útgefnar íslenskar ljóðabækur ársins 2019 sem skilað var til Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns og fékk dómnefnd þær til umfjöllunar. Dómnefnd skipa Guðrún Steinþórsdóttir fyrir hönd Rithöfundasambandsins og Arnaldur Sigurðsson fyrir hönd Landsbókasafnsins.

Verðlaunin verða veitt við athöfn í Þjóðarbókhlöðunni síðar í maí. Verðlaunafé er 350 þúsund krónur.

Maístjarnan er einu verðlaun á Íslandi sem veitt eru eingöngu fyrir útgefna íslenska ljóðabók. Verðlaununum er ætlað að vekja sérstaka athygli á blómlegri ljóðabókaútgáfu á Íslandi. Maístjarnan verður veitt í fjórða sinn í maí.

Lestu þetta næst

Eins konar dans

Eins konar dans

Moldin heit er önnur skáldsaga Birgittu Bjargar Guðmarsdóttur en fyrir hana hlaut hún...

Þörf bók um missi

Þörf bók um missi

Núna á dögunum kom út íslensk þýðing á barnabók eftir John Dougherty og Thomas Docherty...