Frost
Eftir Láru Magnúsdóttur
Ég er með frosinn heila, Því verð ég að deila,
Öllu sem kemur,
Áður en það lemur,
Mig í beint trýnið,
Það er sko grínið,
Að þóknast öllum,
Konum og köllum,
Að vera eitthvað annað, Því annað er bannað.
Að leika leik,
Sem er algert feik,
Því stend ég kyrr,
Sem áður fyrr,
Að vera eitthvað annað, Því annað er bannað.
[hr gap=“30″]
Lára Magnúsdóttir er 30 ára gömul leikkona, móðir og eiginkona sem gerir hana mjög fullorðins. Hún vinnur í sjálfstæðri búsetu fyrir fatlað fólk ásamt því að kenna leiklist. Svo kemur fyrir að námið hennar faí að njóta sín í ýmsum verkefnum utan þessa, en þó getur hún nú alltaf nýtt það í öllu sem hún tekur að sér. Lára byrjaði að skrifa ljóð og sögur á unga aldri, og finnst það agalega skemmtilegt. Hún glímir við mikinn kvíða og reynir oft að nýta þá tilfinningarnar í ljóðagerð.