Væntanlegar og nýjar bækur

Enn berast fréttir af bókum sem eru væntanlegar og fleiri höfundar hafa frumsýnt kápur á nýjum bókum. Við getum einfaldlega ekki beðið eftir sumum þeirra!

Þín eigin undirdjúp eftir Ævar Þór Benediktsson

Krakkar geta ekki beðið eftir að gleypa í sig nýjasta doðrandinn úr Þín eigin seríu Ævars Þórs. Nýjasta bókin sem er væntanleg er Þín eigin undirdjúp og skartar kápumynd eftir Evönu Kisu eins og fyrri bækur úr seríunni. Án efa leynast fjöldi leiða fyrir lesandann til að mæta bráðum dauða sínum í þessari bók sem öðrum. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig Ævar nær að snúa upp á formið í þetta sinn.

 

 

 

 

[hr gap=“30″]

Barnaræninginn eftir Gunnar Helgason

Barnaræninginn er önnur bók Gunnars Helga um Eyrdísi, Halald og hinar rotturnar við Höfnina, sem lesendur kynntust í bókinni Draumaþjófurinn. „Eftir hallarbyltinguna í Hafnarlandi ríkir friður og ró. En brátt logar allt í ófriði og BARNARÆNINGINN er aftur farinn að ræna börnum. Nú eru það börnin á Matarfjallinu sem lenda í klónum á honum. Eyrdís verður að gera eitthvað í málunum því að ástandið er henni að kenna. Hún verður að stoppa Barnaræningjann þó það gæti orðið hennar bani.“

 

 

 

 

[hr gap=“30″]

Sjáðu eftir Áslaugu Jónsdóttur

Áslaug Jónsdóttir hefur myndlýst sögurnar um Litla skrímsli og Stóra skrímsli sem hafa vakið mikla lukku meðal yngri lesenda. Að þessu sinni sendir hún frá sér myndabók, með stuttum textum í bundnu máli sem vekja áhuga og forvitni lesandans. Bók sem vert er að taka eftir.

 

 

 

 

 

[hr gap=“30″]

Vetrarmein eftir Ragnar Jónasson

Það eru eflaust margir sem bíða spenntir eftir að komast yfir nýjustu söguna um Ara Þór eftir Ragnar Jónasson. Nýjasta bókin, Vetrarmein, kemur út í október á Íslandi. Hún er þegar komin út í franskri þýðingu og mun koma út á enska þýðingin er væntanleg í desember.

 

 

 

 

 

[hr gap=“30″]

Brásól Brella; vættir, vargar og vampírur eftir Ásrúnu Magnúsdóttur

Ásrún hefur þegar sent frá sér tvær bækur um fjörugu stúlkuna Korku, jólakverið Hvuttasveinar og söguna um Munda lunda. Brásól Brella virðist vera þó nokkuð frábrugðin þeim bókum sem hún hefur sent frá sér hingað til, fjær raunveruleikanum og nær furðusögunum. Það verður forvitnilegt að sjá í hvaða ævintýri Brásól Brella ratar.

 

 

 

 

[hr gap=“30″]

Þrjú ljóðverk frá Blekfjelaginu

Blekfjelagið, nemendafélag ritlistarnema, gefur út þrjú ljóðverk í jólabókaflóðið. Það er Jarðvegur eftir Rebekku Sif Stefánsdóttur, Loftskeyti – ljóð eftir Sigrúnu Björnsdóttur og Blýhjarta eftir Stefaníu. Þetta er í fyrsta sinn sem útgáfa Blekfjelagsins gefur út sjálfstæð verk eftir nemendur en áður hefur útgáfan m.a. gefið út smásagnasöfn og hina árlegu jólabók Blekfjelagsins. Jarðvegur er fyrsta ljóðabók Rebekku Sifjar (f. 1992). Verkið er samfelld frásögn þar sem tekist er á við erfið málefni, sorg, missi og sársauka. Loftskeyti er fjórða ljóðabók Sigrúnar Björnsdóttur (f. 1956). Í Loftskeytum skoðar hún mörk merkingar, dulmálslykla og áhrif skeytasendinga í fortíð og nútíð, áhrif sem verða kannski aldrei skilin til fulls. Blýhjarta er fyrsta ljóðverk Stefaníu dóttur Páls (f. 1990) og fjallar um konubarnið, tilraunir þess til að frelsast undan sjálfu sér og útsýnið á leiðinni.

[hr gap=“30″]

Við skjótum títuprjónum eftir Hallgrím Helgason

Hallgrímur Helgason sendir frá sér ljóðabálk í ár. „Hallgrímur Helgason kann þá list að hræra upp í fólki og brýna það, um leið og hann bendir á mótsagnirnar, tvöfeldnina og tilgangsleysið allt í kringum okkur. Við skjótum títuprjónum er ljóðabálkur sem ortur var á árunum 2016-2020 og talar beint inn í samtímann. Púlsinn er tekinn á líðan þjóðar sem hrósar sínu lífshappi en útvistar erfiðum málum með læktakkanum. Hér flaggar skáldið mælsku hliðinni og flakkar stöðugt á milli forma, úr frjálsu í hefðbundið, yfir í talmál og rapp.“

[hr gap=“30″]

Eldarnir – ástin og aðrar hamfarir eftir Sigríði Hagalín

Sigríður Hagalín sendir frá sér sína þriðju skáldsögu í ár. Áður hafa komið út eftir hana bækurnar Eyland og Hið heilaga orð sem báðar vöktu mikla athygli fyrir frumleg efnistök og grípandi söguþráð. Það verður spennandi að sjá hvað Sigríður býður lesendum sínum upp á í ár. Bókin er væntanleg í nóvember.

 

 

 

 

 

[hr gap=“30″]

Þagnarbindindi eftir Höllu Þórlaugu Óskarsdóttur

Benedikt bókaútgáfa gefur út bók eftir Höllu Þórlaugu Óskarsdóttur, en þetta er hennar fyrsta bók. „Ljóðsagan Þagnarbindindi miðlar hugarheimi konu sem reynir að ná tökum á minningum um missi og ótta, um samskipti við konurnar sem hafa verið henni nánastar og henda reiður á svo mörgu sem hún hefur aldrei sagt.“

 

 

 

 

[hr gap=“30″]

Töfralandið eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur

Bergrún Íris hefur sent frá sér fjölda frábærra barnabóka, þar á meðal Lang-elstur bækurnar en Lang-elstur að eilífu fékk einmitt Íslensku barnabókaverðlaunin í barnabókaflokki árið 2019 og var fyrsti verðlaunahafi í Barnabókaverðlauna Guðrúnar Helgadóttur fyrir bókina Kennarinn sem hvarf sporlaust. Í ár gefur hún út bókina Töfralandið, sem er falleg barnabók í bundnu máli um töfra bókanna.

Lestu þetta næst

Að ánetjast eldri konum

Að ánetjast eldri konum

Ég hef verið áðdáandi Evu Rúnar núna í þónokkur ár. Ljóðabækurnar hennar og örsagnasöfn hafa verið...

Að syrgja er að elska

Að syrgja er að elska

Daníel Daníelsson er menntaður í sagnfræði og ritlist og hefur nú gefið út sitt annað skáldverk,...