Korka er afskaplega tápmikil og fjörug stúlka sem á erfitt með að hemja fjörið í maganum þegar það kemst á flug. Nú er komin út önnur bók um Korku og öll hin ótrúlegu uppátæki hennar. Áður hefur komið út ein bók um stelpuna Korku, þar sem birtust nokkrar sögur af skjátunni þar sem hún leyfir hvatvísinni að leiða sig áfram í óhugsandi aðstæður.

Í Fleiri Korkusögum leyfir Korka hvatvísinni aftur að ráða. Korka finnur út að hana langar til að verða lögreglukona (eða slökkviliðskona það er mjög óljós lína þarna á milli), hún kynnist stingumaurum, festist í nælonsokkaslöngum, kemst að því að sannleikurinn er sagna bestur og að gömlu vettlingarnir eru alltaf betri en þeir nýju.

Sögurnar í bókinni eru nokkrar og allar lýsa orkumikilli stelpu sem á mjög erfitt með að hemja hvatvísina og hugsar sjaldnast hlutina alveg til enda. Sem foreldri svitna ég við tilhugsunina um öll uppátækin. Í fyrri bókinni um Korku voru sögurnar all-langar, sem þýddi að langt var á milli kaflaskipta. Í Fleiri Korkusögur eru kaflaskipti inn á milli sagnanna af Korku, sem gerir lesturinn auðveldari fyrir barnið sem átti að “lesa einn kafla” í heimalestrinum.

Persónan Korka er lauslega byggð á dóttur Sigríðar Magnúsdóttur, teiknara bókarinnar. Ásrún Magnúsdóttir skrifar bókina og er systir Sigríðar. Bækurnar um Korku eru því nokkurs konar fjölskyldusamvinna, sem gerir sögurnar ögn hlýlegri fyrir vikið.

 

Lestu þetta næst

Glöggt er gests augað

Glöggt er gests augað

Fyrir nokkrum árum komst ég að því að finnsk kona að nafni Satu Rämö, sem búsett væri á Ísafirði,...

Jarðsyngdu mig

Jarðsyngdu mig

Ég fékk ljósbláa bók að gjöf. Framan á kápu stendur aðeins titill verksins með smáu, hvítu letri....

Fangelsi hugans

Fangelsi hugans

Hvað ef þú værir geimvera? Og geimskipið þitt hefði skilið þig eftir á jörðinni, í venjulegri,...

Anniemenni

Anniemenni

Anniemenni (e. Annie bot) eftir Sierra Greer  Annie er vélmenni. Hún er með hleðslustöð í hælnum,...

Með iðrun úti

Með iðrun úti

Þrjár stúlkur á sautjánda ári pyntuðu skólasystur sína og kveiktu í henni í rólega breska...