Kallmerkin
Eftir Sigrúnu Björnsdóttur
alla ævi hef ég horft til þín
hálfan eða heilan
beðið eftir að þú kastaðir til mín
logandi himinbolta
einu uppljómuðu orði
á meðan dundu þau á mér
kallmerkin veik og sterk
í beljandi staðreyndahríð
og ég breytti slætti í mynd
flutti til alla stafi
reyndi að létta þér
af hjarta mínu
[hr gap=“30″]
Sigrún Björnsdóttir (f. 1956) hefur gefið út þrjár ljóðabækur, Næturfæðingu (2002), Blóðeyjar (2007) og Höfuðbendingu (2014) og ljóð eftir hana hafa birst í ljóðasöfnum, í tímaritun, á ljod.is og ljóðavef Jónasar Hallgrímssonar.
Nýjasta ljóðabók hennar er Loftskeyti (2020) og er þetta ljóð úr henni.