Rithornið: Blindhæð

4. mars 2021

Blindhæð

Eftir Elísabetu Olku Guðmundsdóttur

Sálarsviði sækir á

Spegill sjáðu sjálfið takast á

Litlir steinar fastir í löngum háls

Á rennur innanfrá

Augað sekkur, sjáðu mig

Fegurðin aðskilur sig

Flóð streymir innanfrá, filter er settur á

Ég tek höfuðið upp úr vatni

Varirnar kyssa vanann

Sálarsvitinn er byrjaður að lykta

En augun blikka ekki

 

[hr gap=“30″]

 

Elísabet Olka Guðmundsdóttir er listakona sem býr og starfar í Danmörku við list og listkennslu. Stundum semur hún líka ljóð og örsögur.

Lestu þetta næst

Sniðugar árstíðarverur

Sniðugar árstíðarverur

Þessi bók er tileinkuð öllum þeim börnum sem alast upp við íslenskt veðurfar. Ég held að...

Í dótaheimi

Í dótaheimi

Fyrir mörgum árum síðan, í fyrndinni, las ég sjálf ljóð Þórarins Eldjárns. Þegar ég eignaðist mín...

Óskar er einhverfur

Óskar er einhverfur

Óskar elskar lestir: Bróðir minn er einhverfur eftir Ernu Sigurðardóttir Hvernig myndi þér líða ef...