Rithornið: Kæra sú eina rétta

25. febrúar 2021

Kæra Sú eina rétta

Ég hlakka svo til að hitta þig

kynnast þér

kyssa þig

verða ástfanginn

elska þig

eyða með þér ævinni.

Kæra Sú eina rétta II

Viltu vinsamlegast gefa þig fram hið fyrsta.

Ég get ekki beðið eftir að hitta þig

en nenni ekki að leita að þér.

Kæra Sú eina rétta III

Komdu aftur

[hr gap=“30″]

Egill Halldórsson er Vesturbæingur, búsettur á Seltjarnarnesi, sem elskar Hjalteyri og allt sem er danskt. Hann gæti lifað á brauðtertum og missir helst ekki af Liverpool leik. Egill er nýorðinn faðir og er í fæðingarorlofi. Ljóðin koma til hans öðru hvoru – yfirleitt þegar hann er í sturtu.

Lestu þetta næst

Off the Grið

Off the Grið

Aftenging er fyrsta bók lögfræðingsins Árna Helgasonar og kom út hjá Bjarti á dögunum. ...

Sú besta hingað til

Sú besta hingað til

Bókaútgáfan Bókabeitan hefur verið hvað duglegust að veita fantasíuunnendum lesefni. Síðustu ár...

Glóandi hættulestur

Glóandi hættulestur

Blaka er nýjasta bók Ránar Flygenring rithöfundar og myndhöfundar. Í fyrra tefldi hún fram líklega...